Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2018 15:52 Skuggi Marsjeppans Opportunity á yfirborði rauðu reikistjörnunnar árið 2014. NASA/JPL-Caltech Ekkert hefur heyrst frá könnunarjeppanum Opportunity í áttatíu daga frá því að risavaxinn sandstormur geisaði á yfirborði reikistjörnunnar Mars í júní. Stjórnendur jeppans hafa þó ekki gefið upp alla von um að hann sé enn með lífsmarki. Storminum, sem náði um tíma yfir alla reikistjörnuna, slotaði ekki fyrr en í síðasta mánuði en ryk er enn í lofti nærri Endeavour-gígnum þar sem síðast spurðist til Opportunity. Rykið hefur lokað á sólarljósi sem Marsjeppinn reiðir sig á til að knýja sig áfram. Sambandið við jeppann rofnaði 10. júní en hann virðist hafa lagst í dvala vegna aðstæðna. „Við vitum einfaldlega ekki hvað gerist. Það er aðeins ein leið til að komast að því og það er að hlusta,“ segir Steve Squyres, aðalvísindamaður Opportunity-leiðangursins við Space.com. Nístingskuldi er talinn helsta ógnin sem steðjar að tækjum Opportunity. Án sólarljóss getur hann ekki knúið hitara sem eru um borð og þá gæti voðinn verið vís. Ekki er þó ljóst hversu mikinn kulda geimfarið þolir. Opportunity og systurjeppinn Spirit lentu á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangur þeirra að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ótrauður áfram til ársins 2010. Opportunity hefur gerst enn langlífari og hefur nú ferðast lengra um yfirborð annars hnattar en nokkuð annað geimfar, alls um 45 kílómetra. „Þetta verður annað hvort undraverður bati eða sæmdardauði,“ segir Squyres. Í millitíðinni hafa aðdáendur Opportunity sent jeppanum heillaóskir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #WakeUpOppy og #SaveOppy.#WakeUpOppy#SaveOppypic.twitter.com/nQcKrABX3Q — RidingWithRobots (@ridingrobots) August 29, 2018January 2015: I came as close to standing atop a hill on Mars as I will in my life. When Oppy reached the summit I had the privilege of raising the flag atop Cape Tribulation. Probably my favorite shift during my 12 years on the mission. #SaveOppy#WakeupOppypic.twitter.com/SENb25EvhN — Mike Seibert (@mikeseibert) August 29, 2018 Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Ekkert hefur heyrst frá könnunarjeppanum Opportunity í áttatíu daga frá því að risavaxinn sandstormur geisaði á yfirborði reikistjörnunnar Mars í júní. Stjórnendur jeppans hafa þó ekki gefið upp alla von um að hann sé enn með lífsmarki. Storminum, sem náði um tíma yfir alla reikistjörnuna, slotaði ekki fyrr en í síðasta mánuði en ryk er enn í lofti nærri Endeavour-gígnum þar sem síðast spurðist til Opportunity. Rykið hefur lokað á sólarljósi sem Marsjeppinn reiðir sig á til að knýja sig áfram. Sambandið við jeppann rofnaði 10. júní en hann virðist hafa lagst í dvala vegna aðstæðna. „Við vitum einfaldlega ekki hvað gerist. Það er aðeins ein leið til að komast að því og það er að hlusta,“ segir Steve Squyres, aðalvísindamaður Opportunity-leiðangursins við Space.com. Nístingskuldi er talinn helsta ógnin sem steðjar að tækjum Opportunity. Án sólarljóss getur hann ekki knúið hitara sem eru um borð og þá gæti voðinn verið vís. Ekki er þó ljóst hversu mikinn kulda geimfarið þolir. Opportunity og systurjeppinn Spirit lentu á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangur þeirra að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ótrauður áfram til ársins 2010. Opportunity hefur gerst enn langlífari og hefur nú ferðast lengra um yfirborð annars hnattar en nokkuð annað geimfar, alls um 45 kílómetra. „Þetta verður annað hvort undraverður bati eða sæmdardauði,“ segir Squyres. Í millitíðinni hafa aðdáendur Opportunity sent jeppanum heillaóskir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #WakeUpOppy og #SaveOppy.#WakeUpOppy#SaveOppypic.twitter.com/nQcKrABX3Q — RidingWithRobots (@ridingrobots) August 29, 2018January 2015: I came as close to standing atop a hill on Mars as I will in my life. When Oppy reached the summit I had the privilege of raising the flag atop Cape Tribulation. Probably my favorite shift during my 12 years on the mission. #SaveOppy#WakeupOppypic.twitter.com/SENb25EvhN — Mike Seibert (@mikeseibert) August 29, 2018
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11