Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2018 15:04 McGahn er sagður hafa hótað því að segja af sér í fyrra þegar Trump vildi reka sérstaka rannsakandann. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að yfirlögfræðingur Hvíta hússins láti af störfum í haust þegar búið verður að staðfesta hæstaréttardómaraefni forsetans í embætti. Nýlega var greint frá því að lögfræðingurinn hefði veitt sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins umfangsmikil viðtöl. Forsetinn tísti um brotthvarf Donalds McGahn úr starfi yfirlögfræðings Hvíta hússins í dag þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi neitað því að það væri yfirvofandi fram eftir degi. Lofaði hann störf McGahn og sagðist þakklátur fyrir þjónustu hans.Politico segir að McGahn hafi leikið lykilhlutverk í að hjálpa Trump við að fylla alríkisdómstóla með íhaldssömum dómurum undanfarna mánuði. Trump hefur þegar fengið einn hæstaréttardómara staðfestan í embætti og annar verður að líkindum staðfestur nú í haust fyrir þingkosningar í nóvember. Á bak við tjöldin hefur þó ýmislegt gengið á. McGahn hefur verið sagður hafa hótað því að segja af sér þegar Trump vildi reka Robert Mueller, sérstaka rannsakandann sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, í fyrra.White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Lykilvitni um hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Þá er stutt síðan New York Times greindi frá því að McGahn hefði sýnt rannsakendum Mueller mikla samvinnu, mun meiri en ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér grein fyrir. McGahn hefði þannig rætt við rannsakendurna í um þrjátíu klukkustundir, þar á meðal um atburði þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Ástæðan fyrir því hversu samvinnufús McGahn var hafi verið sú að hann hafi óttast að Trump ætlaði sér að varpa sök á hann fyrir mögulega glæpi. Þá hafi McGahn talið að hollusta yfirlögfræðings Hvíta hússins væri við embætti forsetans en ekki forsetann persónulega. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Forsetinn viðurkenndi sjálfur í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. McGahn er talinn lykilvitni þessa hluta rannsóknarinnar. McGahn bætist nú í hóp fjölda annarra háttsettra starfsmanna Hvíta hússins og embættismanna sem hafa horfið á braut á því rúma eina og hálfa ári sem Trump hefur verið við völd. Á þeim tíma hefur Trump meðal annars tvisvar skipt um þjóðaröryggisráðgjafa, einu sinni um starfsmannastjóra og fjölda fjölmiðlafulltrúa auk þess sem utanríkisráðherrann, heilbrigðisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunarinna hefur horfið úr embætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að yfirlögfræðingur Hvíta hússins láti af störfum í haust þegar búið verður að staðfesta hæstaréttardómaraefni forsetans í embætti. Nýlega var greint frá því að lögfræðingurinn hefði veitt sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins umfangsmikil viðtöl. Forsetinn tísti um brotthvarf Donalds McGahn úr starfi yfirlögfræðings Hvíta hússins í dag þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi neitað því að það væri yfirvofandi fram eftir degi. Lofaði hann störf McGahn og sagðist þakklátur fyrir þjónustu hans.Politico segir að McGahn hafi leikið lykilhlutverk í að hjálpa Trump við að fylla alríkisdómstóla með íhaldssömum dómurum undanfarna mánuði. Trump hefur þegar fengið einn hæstaréttardómara staðfestan í embætti og annar verður að líkindum staðfestur nú í haust fyrir þingkosningar í nóvember. Á bak við tjöldin hefur þó ýmislegt gengið á. McGahn hefur verið sagður hafa hótað því að segja af sér þegar Trump vildi reka Robert Mueller, sérstaka rannsakandann sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, í fyrra.White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Lykilvitni um hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Þá er stutt síðan New York Times greindi frá því að McGahn hefði sýnt rannsakendum Mueller mikla samvinnu, mun meiri en ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér grein fyrir. McGahn hefði þannig rætt við rannsakendurna í um þrjátíu klukkustundir, þar á meðal um atburði þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Ástæðan fyrir því hversu samvinnufús McGahn var hafi verið sú að hann hafi óttast að Trump ætlaði sér að varpa sök á hann fyrir mögulega glæpi. Þá hafi McGahn talið að hollusta yfirlögfræðings Hvíta hússins væri við embætti forsetans en ekki forsetann persónulega. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Forsetinn viðurkenndi sjálfur í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. McGahn er talinn lykilvitni þessa hluta rannsóknarinnar. McGahn bætist nú í hóp fjölda annarra háttsettra starfsmanna Hvíta hússins og embættismanna sem hafa horfið á braut á því rúma eina og hálfa ári sem Trump hefur verið við völd. Á þeim tíma hefur Trump meðal annars tvisvar skipt um þjóðaröryggisráðgjafa, einu sinni um starfsmannastjóra og fjölda fjölmiðlafulltrúa auk þess sem utanríkisráðherrann, heilbrigðisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunarinna hefur horfið úr embætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09
Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent