Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 21:24 Trump er afar ósáttur með meðferðina sem Paul Manafort hefur fengið. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent