Baghdadi kallar eftir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 10:26 Abu Bakr al-Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið opinberlega fram. Það var þegar hann lýsti yfir stonfun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Vísir/AP Íslamska ríkið birti í vikunni upptöku sem á að vera af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna. Þó ekki hafi verið sannreynt að fullu að upptakan sé í raun af Baghdadi þykir það mjög líklegt og þýðir það að hann hafi ekki fallið í loftárás fyrr í mánuðinum, eins og talið var mögulegt. Í ræðu sinni hvatti Baghdadi fylgjendur sína til að halda baráttu þeirra áfram og kallaði eftir svokölluðum „lone wolf“ árásum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Í upptökunni vitnar Baghdadi í nýlegar vendingar í Sýrlandi og deilur Tyrkja og Bandaríkjanna vegna prestsins Andrew Brunson, sem gefur í skyn að hún hafi verið tekin upp nýlega. Baghdadi sendi síðast frá sér upptöku þann 28. september 2017 en hann er talinn vera í felum í eyðimörkinni á landamærum Írak og Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar og Bandaríkin undirbúa nú árás á það svæði. Baghdadi nefndi ekki sérstaklega að ISIS-liðar hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þess í stað sagði hann að sigur eða tap væri ekki bundið við það að halda borg eða þorpi. Það er til marks um þær vísbendingar að Íslamska ríkið sé nú að ganga í gegnum endurhönnun, ef svo má að orði komast. Að samtökin séu að snúa sér aftur að nokkurs konar hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi.Sjá einnig: Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundinSamkvæmt Guardian sagði Baghdadi að Bandaríkin væru að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu ríkisins og sagði hann Rússa vera að berjast við Bandaríkin um áhrif víða um heim. Þá gagnrýndi hann uppreisnarmenn og vígahópa í suðurhluta Sýrlands fyrir að lúffa fyrir stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði forsvarsmenn þeirra hópa vera svikara og hvatti vígamenn til að ganga til liðs við ISIS í staðinn. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Íslamska ríkið birti í vikunni upptöku sem á að vera af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna. Þó ekki hafi verið sannreynt að fullu að upptakan sé í raun af Baghdadi þykir það mjög líklegt og þýðir það að hann hafi ekki fallið í loftárás fyrr í mánuðinum, eins og talið var mögulegt. Í ræðu sinni hvatti Baghdadi fylgjendur sína til að halda baráttu þeirra áfram og kallaði eftir svokölluðum „lone wolf“ árásum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Í upptökunni vitnar Baghdadi í nýlegar vendingar í Sýrlandi og deilur Tyrkja og Bandaríkjanna vegna prestsins Andrew Brunson, sem gefur í skyn að hún hafi verið tekin upp nýlega. Baghdadi sendi síðast frá sér upptöku þann 28. september 2017 en hann er talinn vera í felum í eyðimörkinni á landamærum Írak og Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar og Bandaríkin undirbúa nú árás á það svæði. Baghdadi nefndi ekki sérstaklega að ISIS-liðar hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þess í stað sagði hann að sigur eða tap væri ekki bundið við það að halda borg eða þorpi. Það er til marks um þær vísbendingar að Íslamska ríkið sé nú að ganga í gegnum endurhönnun, ef svo má að orði komast. Að samtökin séu að snúa sér aftur að nokkurs konar hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi.Sjá einnig: Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundinSamkvæmt Guardian sagði Baghdadi að Bandaríkin væru að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu ríkisins og sagði hann Rússa vera að berjast við Bandaríkin um áhrif víða um heim. Þá gagnrýndi hann uppreisnarmenn og vígahópa í suðurhluta Sýrlands fyrir að lúffa fyrir stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði forsvarsmenn þeirra hópa vera svikara og hvatti vígamenn til að ganga til liðs við ISIS í staðinn.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira