Hætt að gefa þögult samþykki eftir heimsókn Piu Kjærsgaard Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:07 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernireyjolfsson Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11
„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44
Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34