Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 10:48 Hakkarahópurinn Fancy Bear stóð einnig að tölvuárásum á Demókrataflokkinn fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/Getty Tæknirisinn Microsoft segist hafa komið í veg fyrir tilraun rússneskra tölvuþrjóta til að gera árásir á hópa bandarískra íhaldsmanna. Hakkararnir hafi reynt að stela gögnum frá íhaldssömum stjórnmálasamtökum og hugveitum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við því að útsendarar rússneskra stjórnvalda gætu aftur reynt að hafa áhrif á kosningar í haust líkt og þeir gerðu í aðdraganda forsetakosninganna fyrir tveimur árum. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Í bloggfærslu um tilraun tölvuþrjótana sem var stöðvuð varar Microsoft við því að hún gæti verið upphafið á svonefndum vefveiðum (e. phishing) þeirra. Þær ganga út á að gabba netnotendur inn á vefsíður í þeim tilgangi að stela aðgangsupplýsingum þeirra. Slóðir og útlit svikavefsíðnanna eru látin líkjast frummyndinni sem mest. Microsoft segir að Flotti björn (e. Fancy Bear), hópur hakkara, hafi staðið að árásinni nú. Fyrirtækið hafi lokað 84 síðum sem hópurinn hafi stofnað undanfarin tvö ár. Tólf Rússar sem ákærðir voru í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir tölvuárásir fyrir kosningarnar árið 2016 tilheyra meðal annars hópnum og leyniþjónustu rússneska hersins. „Við höfum áhyggjur af því að þessi og aðrar tilraunir ógni öryggi sístækkandi mengi hópa sem tengjast báðum bandarísku stjórnmálaflokkunum í aðdraganda kosninganna 2018,“ segir Microsoft.New York Times leiðir að því líkur að sumir hóparnir hafi orðið að skotmarki hakkaranna vegna þess að þeir hafi snúið bakinu við Donald Trump Bandaríkjaforseta og kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft segist hafa komið í veg fyrir tilraun rússneskra tölvuþrjóta til að gera árásir á hópa bandarískra íhaldsmanna. Hakkararnir hafi reynt að stela gögnum frá íhaldssömum stjórnmálasamtökum og hugveitum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við því að útsendarar rússneskra stjórnvalda gætu aftur reynt að hafa áhrif á kosningar í haust líkt og þeir gerðu í aðdraganda forsetakosninganna fyrir tveimur árum. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Í bloggfærslu um tilraun tölvuþrjótana sem var stöðvuð varar Microsoft við því að hún gæti verið upphafið á svonefndum vefveiðum (e. phishing) þeirra. Þær ganga út á að gabba netnotendur inn á vefsíður í þeim tilgangi að stela aðgangsupplýsingum þeirra. Slóðir og útlit svikavefsíðnanna eru látin líkjast frummyndinni sem mest. Microsoft segir að Flotti björn (e. Fancy Bear), hópur hakkara, hafi staðið að árásinni nú. Fyrirtækið hafi lokað 84 síðum sem hópurinn hafi stofnað undanfarin tvö ár. Tólf Rússar sem ákærðir voru í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir tölvuárásir fyrir kosningarnar árið 2016 tilheyra meðal annars hópnum og leyniþjónustu rússneska hersins. „Við höfum áhyggjur af því að þessi og aðrar tilraunir ógni öryggi sístækkandi mengi hópa sem tengjast báðum bandarísku stjórnmálaflokkunum í aðdraganda kosninganna 2018,“ segir Microsoft.New York Times leiðir að því líkur að sumir hóparnir hafi orðið að skotmarki hakkaranna vegna þess að þeir hafi snúið bakinu við Donald Trump Bandaríkjaforseta og kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sjá meira
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03