Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 10:48 Hakkarahópurinn Fancy Bear stóð einnig að tölvuárásum á Demókrataflokkinn fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/Getty Tæknirisinn Microsoft segist hafa komið í veg fyrir tilraun rússneskra tölvuþrjóta til að gera árásir á hópa bandarískra íhaldsmanna. Hakkararnir hafi reynt að stela gögnum frá íhaldssömum stjórnmálasamtökum og hugveitum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við því að útsendarar rússneskra stjórnvalda gætu aftur reynt að hafa áhrif á kosningar í haust líkt og þeir gerðu í aðdraganda forsetakosninganna fyrir tveimur árum. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Í bloggfærslu um tilraun tölvuþrjótana sem var stöðvuð varar Microsoft við því að hún gæti verið upphafið á svonefndum vefveiðum (e. phishing) þeirra. Þær ganga út á að gabba netnotendur inn á vefsíður í þeim tilgangi að stela aðgangsupplýsingum þeirra. Slóðir og útlit svikavefsíðnanna eru látin líkjast frummyndinni sem mest. Microsoft segir að Flotti björn (e. Fancy Bear), hópur hakkara, hafi staðið að árásinni nú. Fyrirtækið hafi lokað 84 síðum sem hópurinn hafi stofnað undanfarin tvö ár. Tólf Rússar sem ákærðir voru í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir tölvuárásir fyrir kosningarnar árið 2016 tilheyra meðal annars hópnum og leyniþjónustu rússneska hersins. „Við höfum áhyggjur af því að þessi og aðrar tilraunir ógni öryggi sístækkandi mengi hópa sem tengjast báðum bandarísku stjórnmálaflokkunum í aðdraganda kosninganna 2018,“ segir Microsoft.New York Times leiðir að því líkur að sumir hóparnir hafi orðið að skotmarki hakkaranna vegna þess að þeir hafi snúið bakinu við Donald Trump Bandaríkjaforseta og kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft segist hafa komið í veg fyrir tilraun rússneskra tölvuþrjóta til að gera árásir á hópa bandarískra íhaldsmanna. Hakkararnir hafi reynt að stela gögnum frá íhaldssömum stjórnmálasamtökum og hugveitum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við því að útsendarar rússneskra stjórnvalda gætu aftur reynt að hafa áhrif á kosningar í haust líkt og þeir gerðu í aðdraganda forsetakosninganna fyrir tveimur árum. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Í bloggfærslu um tilraun tölvuþrjótana sem var stöðvuð varar Microsoft við því að hún gæti verið upphafið á svonefndum vefveiðum (e. phishing) þeirra. Þær ganga út á að gabba netnotendur inn á vefsíður í þeim tilgangi að stela aðgangsupplýsingum þeirra. Slóðir og útlit svikavefsíðnanna eru látin líkjast frummyndinni sem mest. Microsoft segir að Flotti björn (e. Fancy Bear), hópur hakkara, hafi staðið að árásinni nú. Fyrirtækið hafi lokað 84 síðum sem hópurinn hafi stofnað undanfarin tvö ár. Tólf Rússar sem ákærðir voru í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir tölvuárásir fyrir kosningarnar árið 2016 tilheyra meðal annars hópnum og leyniþjónustu rússneska hersins. „Við höfum áhyggjur af því að þessi og aðrar tilraunir ógni öryggi sístækkandi mengi hópa sem tengjast báðum bandarísku stjórnmálaflokkunum í aðdraganda kosninganna 2018,“ segir Microsoft.New York Times leiðir að því líkur að sumir hóparnir hafi orðið að skotmarki hakkaranna vegna þess að þeir hafi snúið bakinu við Donald Trump Bandaríkjaforseta og kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03