Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Donald F. McGahn hefur verið í lögfræðingateymi forsetans í nokkur ár. Hér er hann á leið á fund í Trump Tower eftir kosningarnar 2016. Nordicphots/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira