Vísbending um auknar óvinsældir Trump eftir tvö þung högg Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 15:49 Könnun Washington Post og ABC er sú fyrsta stóra sem gerð var eftir tvö þung áföll sem Trump forseti varð fyrir á dögunum. Vísir/Getty Ný skoðanakönnun sem gerð var eftir að náinn bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir brot og annar var ákærður bendir til þess að óvinsældir forsetans hafi aukist. Sextíu prósent svarenda í könnuninni sögðu óánægð með frammistöðu Trump í embætti. Könnun Washington Post og ABC var gerð vikuna eftir að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var dæmdur fyrir skattalagabrot og fjársvik, og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, játaði sig sekan um kosningalagabrot og bar vitni um að Trump hefði skipað fyrir um brotin. Samkvæmt henni voru 36% ánægð með störf forsetans en 60% óánægð. Svör við öðrum spurningum sem lögð voru fyrir í könnuninni voru forsetanum einnig eindregið í óhag. Þannig voru 47% svarenda óánægðir með hvernig Trump hefur tekið á efnahagsmálum á móti 45% sem voru ánægð þrátt fyrir að flestir hagvísar hafi verið jákvæðir undanfarin misseri. Mun fleiri telja að spilling í bandarískum stjórnmálum hafi aukist frá því að Trump tók við völdum en þeir sem telja hana hafa minnkað, 45% á móti 13%. Tæplega tveir af hverjum fimm taldi spillinguna engu meiri eða minni en áður. Þá voru flestir svarendur könnunarinnar á því að rannsóknir á Trump og bandamönnum hans sem forsetinn hefur ítrekað fordæmt og sagt byggja á fölskum forsendum vera réttmætar. Tæplega tveir af hverjum þremur styðja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á Trump og félögum en 29% eru andsnúin henni. Meirihluti svarenda telur að Trump hafi reynt að hafa afskipti af rannsókninni, 53% á móti 35% sem telja forsetann ekki hafa reynt að grípa inn í hana. Afgerandi meirihluti taldi einnig málið gegn Manafort réttmætt og er andsnúið því að Trump náði hann. Mikill meirihluti telur einnig að Trump ætti ekki að reka Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og mun fleiri segja „halda með“ Sessions í útistöðum þeirra. Trump hefur um margra mánaða skeið gagnrýnt Sessions, fyrst og fremst vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan til að stýra Rússarannsókninni svonefndu á Trump og félögum hans.Ekki mikil breyting Óvinsældir Trump samkvæmt nýju könnuninni eru verulega yfir langtímameðaltali sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um og sker hún sig frá öðrum könnunum sem birtar hafa verið undanfarinn mánuð. Ekki er því ljóst hvort að hún sé merki um að vinsældir forsetans hafi raunverulega dvínað verulega eða hvort um frávik er að ræða. Meðaltal kannana bendir til þess að 40,7% séu ánægð með störf Trump en 54,3% óánægð. Einstakar kannanir hafa ekki mikil áhrif á meðaltalið og því getur það tekið nokkurn tíma fyrir sveiflur í vinsældum að koma fram í því. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, bendir á að vinsældir Trump samkvæmt meðaltali kannana hafi ekki verið minni frá því í apríl. Á hinn bóginn hafi vinsældir hans aldrei farið yfir 42,7% á þeim tíma. Sveifla í vinsældum hans nú geti því ekki talist mikil.On the one hand, Trump's approval rating in our average (40.7%) is now the lowest its been since April. On the other hand, it's never been higher than 42.7% in that period, so we aren't talking big movement. https://t.co/j7XEedEnAf— Nate Silver (@NateSilver538) August 31, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ný skoðanakönnun sem gerð var eftir að náinn bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir brot og annar var ákærður bendir til þess að óvinsældir forsetans hafi aukist. Sextíu prósent svarenda í könnuninni sögðu óánægð með frammistöðu Trump í embætti. Könnun Washington Post og ABC var gerð vikuna eftir að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var dæmdur fyrir skattalagabrot og fjársvik, og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, játaði sig sekan um kosningalagabrot og bar vitni um að Trump hefði skipað fyrir um brotin. Samkvæmt henni voru 36% ánægð með störf forsetans en 60% óánægð. Svör við öðrum spurningum sem lögð voru fyrir í könnuninni voru forsetanum einnig eindregið í óhag. Þannig voru 47% svarenda óánægðir með hvernig Trump hefur tekið á efnahagsmálum á móti 45% sem voru ánægð þrátt fyrir að flestir hagvísar hafi verið jákvæðir undanfarin misseri. Mun fleiri telja að spilling í bandarískum stjórnmálum hafi aukist frá því að Trump tók við völdum en þeir sem telja hana hafa minnkað, 45% á móti 13%. Tæplega tveir af hverjum fimm taldi spillinguna engu meiri eða minni en áður. Þá voru flestir svarendur könnunarinnar á því að rannsóknir á Trump og bandamönnum hans sem forsetinn hefur ítrekað fordæmt og sagt byggja á fölskum forsendum vera réttmætar. Tæplega tveir af hverjum þremur styðja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á Trump og félögum en 29% eru andsnúin henni. Meirihluti svarenda telur að Trump hafi reynt að hafa afskipti af rannsókninni, 53% á móti 35% sem telja forsetann ekki hafa reynt að grípa inn í hana. Afgerandi meirihluti taldi einnig málið gegn Manafort réttmætt og er andsnúið því að Trump náði hann. Mikill meirihluti telur einnig að Trump ætti ekki að reka Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og mun fleiri segja „halda með“ Sessions í útistöðum þeirra. Trump hefur um margra mánaða skeið gagnrýnt Sessions, fyrst og fremst vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan til að stýra Rússarannsókninni svonefndu á Trump og félögum hans.Ekki mikil breyting Óvinsældir Trump samkvæmt nýju könnuninni eru verulega yfir langtímameðaltali sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um og sker hún sig frá öðrum könnunum sem birtar hafa verið undanfarinn mánuð. Ekki er því ljóst hvort að hún sé merki um að vinsældir forsetans hafi raunverulega dvínað verulega eða hvort um frávik er að ræða. Meðaltal kannana bendir til þess að 40,7% séu ánægð með störf Trump en 54,3% óánægð. Einstakar kannanir hafa ekki mikil áhrif á meðaltalið og því getur það tekið nokkurn tíma fyrir sveiflur í vinsældum að koma fram í því. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, bendir á að vinsældir Trump samkvæmt meðaltali kannana hafi ekki verið minni frá því í apríl. Á hinn bóginn hafi vinsældir hans aldrei farið yfir 42,7% á þeim tíma. Sveifla í vinsældum hans nú geti því ekki talist mikil.On the one hand, Trump's approval rating in our average (40.7%) is now the lowest its been since April. On the other hand, it's never been higher than 42.7% in that period, so we aren't talking big movement. https://t.co/j7XEedEnAf— Nate Silver (@NateSilver538) August 31, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24