Sonur hans, Flavio, segir í tísti að skurðurinn hafi ekki reynst djúpur. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.
Myndband náðist af því þegar Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora, sem er um 200 kílómetrum norður af Rio de Janeiro.
Juiz de Fora, há pouco! pic.twitter.com/Z3M9S1pz6E
— Blog do Noblat (@BlogdoNoblat) September 6, 2018
Bolsonaro hefur mælst með næstmest fylgi allra frambjóðenda í könnunum, með um rúmlega tuttugu prósent fylgi. Forsetinn fyrrverandi, Luiz Inácio Lula da Silva, hefur hins vegar mælst með mest fylgi, eða um 35 prósent. Lula hefur verið meinað að bjóða sig fram eftir að hafa verið sakfelldur í tengslum við spillingarrannsókn. Lula hefur áfrýjað dómnum og hyggst halda framboði sínu til streitu.