Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2018 05:56 Eins og sést stóð safnið í ljósum logum. vísir/epa Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira