Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2018 19:30 Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, er bjartsýn á að úr batni á næsta ári. Vísir/Baldur Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“ Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent