Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. september 2018 16:11 Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær. Bandaríski sjóherinn Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrirfram og erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um ástæðu ferðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða ferð í boði bandaríska sendiráðsins. Flogið var með tveimur Grumman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Það er athyglisvert í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur bannað allt herflug um Reykjavíkurflugvöll, síðast á flugsýningu í byrjun september. Um er að ræða flota herskipa með flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í broddi fylkingar sem er á ferð um Norður-Atlantshaf. Nánar má lesa um skipið og NATO verkefni þess, sem aðallega tengjast samskiptum við Evrópu og Afríku, á vefsíðu bandaríska sjóhersins. Fréttastofa getur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þingmanna um borð í flugmóðurskipi. Flugvélarnar tvær, sem Íslendingarnar flugu með frá Reykjavíkurflugvelli í dag, eru væntanlegar aftur síðdegis. Njáll Trausti birti mynd af annarri flutningavélinni á Facebook í dag. „Farkostur dagsins“ segir Njáll Trausti en frekari skýringar fylgja ekki.Farkostur dagsins. Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Wednesday, September 19, 2018Uppfært klukkan 16:20Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu eftir birtingu fréttarinnar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri sömuleiðis með í för ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að neðan má sjá myndband af flugmóðurskipinu. Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrirfram og erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um ástæðu ferðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða ferð í boði bandaríska sendiráðsins. Flogið var með tveimur Grumman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Það er athyglisvert í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur bannað allt herflug um Reykjavíkurflugvöll, síðast á flugsýningu í byrjun september. Um er að ræða flota herskipa með flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í broddi fylkingar sem er á ferð um Norður-Atlantshaf. Nánar má lesa um skipið og NATO verkefni þess, sem aðallega tengjast samskiptum við Evrópu og Afríku, á vefsíðu bandaríska sjóhersins. Fréttastofa getur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þingmanna um borð í flugmóðurskipi. Flugvélarnar tvær, sem Íslendingarnar flugu með frá Reykjavíkurflugvelli í dag, eru væntanlegar aftur síðdegis. Njáll Trausti birti mynd af annarri flutningavélinni á Facebook í dag. „Farkostur dagsins“ segir Njáll Trausti en frekari skýringar fylgja ekki.Farkostur dagsins. Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Wednesday, September 19, 2018Uppfært klukkan 16:20Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu eftir birtingu fréttarinnar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri sömuleiðis með í för ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að neðan má sjá myndband af flugmóðurskipinu.
Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira