Michael Jordan gefur 220 milljónir vegna Flórens fellibylsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 14:30 Michael Jordan er að margra mati besti körfuboltamaður allra tíma. Hann hefur þénað mikið á ferlinum og hefur haldið því áfram eftir að skórnir fóru upp á hillu. Vísir/Getty Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan lætur til sín taka í að hjálpa bandarísku þjóðinni að ná sér eftir Flórens fellibylinn sem gekk á austurströnd Bandaríkjanna á dögunum. Neyðarástand ríkir í Norður Karólínuríki vegna fellibylsins en Michael Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets sem hefur aðsetur í stærstu borg Norður Karólínuríkis. Michael Jordan er fæddur í Brooklyn í New York en flutti til Wilmington í Norður Karólínu þegar hann var smábarn. Jordan spilaði síðan með Emsley A. Laney menntaskólanum í Wilmington í Norður Karólínu og fór síðan í Norður Karólínu háskólann á Chapel Hill. Jordan spilaði nær allan körfuboltaferil sinn með liði Chicago Bulls fyrir utan tvö ár með washington Wizards í kringum fertugsaldurinn. Hann eignaðist síðan Charlotte Hornets fyrir átta árum síðan.Michael Jordan will donate $1 million each to the American Red Cross and the Foundation for the Carolinas’ Hurricane Florence Response Fund https://t.co/VKQF5D9Qma via @malika_andrewspic.twitter.com/Z4ahg7sEfN — ChicagoSports (@ChicagoSports) September 19, 2018Michael Jordan sendir eina milljón dollara á tvo staði. Rauði krossionn í Bandaríkjunum fær aðra milljónina og neyðarsjóður vegna Flórens fellibylsins fær hina milljónina. 110 milljónir íslenskra króna koma því frá Jordan á báða staði. CNN segir frá. Gríðarmikil flóð vegna fellibylsins Flórens varð meðal annars til þess að allir vegir til og frá Wilmington í Norður-Karólínu urðu ófærir. Yfirvöld í ríkinu þurfti því að koma matvælum og hreinu vatni til 120 þúsund íbúa borgarinnar flugleiðina. Wilmington er einmitt borgin þar sem Michael Jordan eyddi nær öllum fyrstu átján árum ævinnar. Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið vegna Flórens í Norður- og Suður-Karólínu frá því að fellibylurinn gekk á land síðastliðinn fimmtudag. Það mun taka langan tíma og mikla peninga að endurbyggja þá staði sem verst urðu úti og kemur þetta rausnarlega framlag Michael Jordan sér því mjög vel.Michael Jordan donated $2 million to help victims of Hurricane Florence pic.twitter.com/0wRDnE5r3v — TicToc by Bloomberg (@tictoc) September 19, 2018 NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan lætur til sín taka í að hjálpa bandarísku þjóðinni að ná sér eftir Flórens fellibylinn sem gekk á austurströnd Bandaríkjanna á dögunum. Neyðarástand ríkir í Norður Karólínuríki vegna fellibylsins en Michael Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets sem hefur aðsetur í stærstu borg Norður Karólínuríkis. Michael Jordan er fæddur í Brooklyn í New York en flutti til Wilmington í Norður Karólínu þegar hann var smábarn. Jordan spilaði síðan með Emsley A. Laney menntaskólanum í Wilmington í Norður Karólínu og fór síðan í Norður Karólínu háskólann á Chapel Hill. Jordan spilaði nær allan körfuboltaferil sinn með liði Chicago Bulls fyrir utan tvö ár með washington Wizards í kringum fertugsaldurinn. Hann eignaðist síðan Charlotte Hornets fyrir átta árum síðan.Michael Jordan will donate $1 million each to the American Red Cross and the Foundation for the Carolinas’ Hurricane Florence Response Fund https://t.co/VKQF5D9Qma via @malika_andrewspic.twitter.com/Z4ahg7sEfN — ChicagoSports (@ChicagoSports) September 19, 2018Michael Jordan sendir eina milljón dollara á tvo staði. Rauði krossionn í Bandaríkjunum fær aðra milljónina og neyðarsjóður vegna Flórens fellibylsins fær hina milljónina. 110 milljónir íslenskra króna koma því frá Jordan á báða staði. CNN segir frá. Gríðarmikil flóð vegna fellibylsins Flórens varð meðal annars til þess að allir vegir til og frá Wilmington í Norður-Karólínu urðu ófærir. Yfirvöld í ríkinu þurfti því að koma matvælum og hreinu vatni til 120 þúsund íbúa borgarinnar flugleiðina. Wilmington er einmitt borgin þar sem Michael Jordan eyddi nær öllum fyrstu átján árum ævinnar. Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið vegna Flórens í Norður- og Suður-Karólínu frá því að fellibylurinn gekk á land síðastliðinn fimmtudag. Það mun taka langan tíma og mikla peninga að endurbyggja þá staði sem verst urðu úti og kemur þetta rausnarlega framlag Michael Jordan sér því mjög vel.Michael Jordan donated $2 million to help victims of Hurricane Florence pic.twitter.com/0wRDnE5r3v — TicToc by Bloomberg (@tictoc) September 19, 2018
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira