Íslandspóstur fær hálfan milljarð í lán frá ríkinu Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 15:23 Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins. Vísir/Arnþór Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands. Í tilkynningunni frá Stjórnarráðinu kemur fram að bréfasendingum hefur farið ört fækkandi um allan heim. Því er haldið fram að auknar tekjur af pakkasendingum, vegna aukins umfangs netverslunar, dugi ekki til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Er þessi þróun sögð hafa neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins. Því er haldið fram að þó eiginfjárstaðan sé sterk þá þurfi að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til framtíðar eigi það að geta gegnt hlutverki sínu. Eru nágrannaríki Íslands sögð glíma við sambærilega þróun og nýleg dæmi í Evrópu um að póstfyrirtæki í ríkiseigu hafi fengið hlutafjáraukningu, lánafyrirgreiðslu eða beina rekstrarstyrki til að bregðast við áhrifum þessarar þróunar. Er Íslandspóstur sagður þurfa á fjármagni að halda þrátt fyrir lántöku undanfarin ár. Leitaði félagið til ríkisins um fyrirgreiðslu og sagði 500 milljónir vanta upp á. Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að móta þurfi framtíðarstefnu og áætlun um hvernig haga beri póstþjónustu þannig að hún verði sjálfbær. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem ráðuneyti póstmála vinnur að endurskoðun gildandi lagaramma til að tryggja góða póstþjónustu um allt land. Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins og hefur félagið rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun sem kveður á um að það skuli gegna skyldum ríkisins samkvæmt lögum um póstþjónustu. Í því felst m.a. að félagið fer með einkarétt ríkisins til að sinna póstþjónustu, þ.e. póstsendingar bréfa allt að 50 g., og sinnir alþjónustu fyrir hönd ríkisins til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu með skilgreindum gæðum og á viðráðanlegu verði. Nær alþjónustuskyldan til sendinga allt að 20 kg. Með lánveitingunni tryggir ríkið tímabundið möguleika félagsins til að standa undir þessum skyldum. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands. Í tilkynningunni frá Stjórnarráðinu kemur fram að bréfasendingum hefur farið ört fækkandi um allan heim. Því er haldið fram að auknar tekjur af pakkasendingum, vegna aukins umfangs netverslunar, dugi ekki til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Er þessi þróun sögð hafa neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins. Því er haldið fram að þó eiginfjárstaðan sé sterk þá þurfi að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til framtíðar eigi það að geta gegnt hlutverki sínu. Eru nágrannaríki Íslands sögð glíma við sambærilega þróun og nýleg dæmi í Evrópu um að póstfyrirtæki í ríkiseigu hafi fengið hlutafjáraukningu, lánafyrirgreiðslu eða beina rekstrarstyrki til að bregðast við áhrifum þessarar þróunar. Er Íslandspóstur sagður þurfa á fjármagni að halda þrátt fyrir lántöku undanfarin ár. Leitaði félagið til ríkisins um fyrirgreiðslu og sagði 500 milljónir vanta upp á. Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að móta þurfi framtíðarstefnu og áætlun um hvernig haga beri póstþjónustu þannig að hún verði sjálfbær. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem ráðuneyti póstmála vinnur að endurskoðun gildandi lagaramma til að tryggja góða póstþjónustu um allt land. Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins og hefur félagið rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun sem kveður á um að það skuli gegna skyldum ríkisins samkvæmt lögum um póstþjónustu. Í því felst m.a. að félagið fer með einkarétt ríkisins til að sinna póstþjónustu, þ.e. póstsendingar bréfa allt að 50 g., og sinnir alþjónustu fyrir hönd ríkisins til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu með skilgreindum gæðum og á viðráðanlegu verði. Nær alþjónustuskyldan til sendinga allt að 20 kg. Með lánveitingunni tryggir ríkið tímabundið möguleika félagsins til að standa undir þessum skyldum.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira