Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2018 20:30 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnin var ýmist sökuð um of lítil útgjöld og skattalækkanir, eða glannaskap í útgjöldum á toppi hagsveiflunnar sem ekki yrði hægt að standa undir í framtíðinni. Í upphafsræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þróttmikinn vöxt undanfarinna ára hafa verið drifin áfram af vexti ferðaþjónustunnar og hefðbundnar atvinnugreinar, hátækni og hugverkaiðnaður hafi einnig stutt við hagvöxtinn. Nú væru hins vegar vísbendingar um að dragi úr hagvexti á næstu árum. Miklu skipti að búið hafi verið í haginn með mikilli niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin hefði þegar á þessu ári orðið við ýmsum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu væru aðgerðir sem muni auka ráðstöfunartekjur einstaklinga á næsta ári og auka svigrúm fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds. „En með þessu útspili stjórnvalda er með ótvíræðum hætti verið að draga úr álögum á launþega og launagreiðendur og liðka þannig fyrir kjarasamningum. Ljóst er að svigrúm til launahækkana er takmarkað. Enda hefur launaþróun undanfarinna ára verið hröð og hækkanir launa komnar að mörkum þess sem viðráðanlegt er talið. Eins og meðal annars er rakið í nýútkominni skýrslu um það efn,“ sagði Bjarni. Enda hefði kaupmáttur aukist um 25 prósent á undanförnum fjórum árum. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd sagði ástandið um margt minna á stöðuna rétt fyrir hrun árið 2008. Hann gagnrýndi 55 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári. „Þetta er íslenska sveiflan. Þetta er sá tímapunktur í hagsveiflunni þar sem ríkissjóður kann varla aura sinna tal,“ sagði Þorsteinn. Fjármunir streymdu í ríkissjóð því allir skattstofnar væru á hápunkti, eins og einnkaneyslan, fjárfesting atvinnulífsins og bygging íbúðarhúsnæðis sem skilaði ríkissjóði gríðarlegum tekjum. Það væri ekki merkilegur árangur að skila ríkissjóði með afgangi á slíkum tímum. „Hvað er öðruvísi nú? Því þetta hefur aldrei farið vel. Þessi mikla útgjaldaþensla á þessum tímapunkti hefur aldrei verið sérstaklega góð hugmynd í íslenskri hagstjórn. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þennan sveiflukennda gjaldmiðil. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þessa gríðarlega háu vexti,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Fyrsta umræða um fjárlögin mun standa fram á kvöld. Henni verður svo framhaldið á morgun þegar fagráðherrar gera grein fyrir áherslum sínum. Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnin var ýmist sökuð um of lítil útgjöld og skattalækkanir, eða glannaskap í útgjöldum á toppi hagsveiflunnar sem ekki yrði hægt að standa undir í framtíðinni. Í upphafsræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þróttmikinn vöxt undanfarinna ára hafa verið drifin áfram af vexti ferðaþjónustunnar og hefðbundnar atvinnugreinar, hátækni og hugverkaiðnaður hafi einnig stutt við hagvöxtinn. Nú væru hins vegar vísbendingar um að dragi úr hagvexti á næstu árum. Miklu skipti að búið hafi verið í haginn með mikilli niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin hefði þegar á þessu ári orðið við ýmsum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu væru aðgerðir sem muni auka ráðstöfunartekjur einstaklinga á næsta ári og auka svigrúm fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds. „En með þessu útspili stjórnvalda er með ótvíræðum hætti verið að draga úr álögum á launþega og launagreiðendur og liðka þannig fyrir kjarasamningum. Ljóst er að svigrúm til launahækkana er takmarkað. Enda hefur launaþróun undanfarinna ára verið hröð og hækkanir launa komnar að mörkum þess sem viðráðanlegt er talið. Eins og meðal annars er rakið í nýútkominni skýrslu um það efn,“ sagði Bjarni. Enda hefði kaupmáttur aukist um 25 prósent á undanförnum fjórum árum. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd sagði ástandið um margt minna á stöðuna rétt fyrir hrun árið 2008. Hann gagnrýndi 55 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári. „Þetta er íslenska sveiflan. Þetta er sá tímapunktur í hagsveiflunni þar sem ríkissjóður kann varla aura sinna tal,“ sagði Þorsteinn. Fjármunir streymdu í ríkissjóð því allir skattstofnar væru á hápunkti, eins og einnkaneyslan, fjárfesting atvinnulífsins og bygging íbúðarhúsnæðis sem skilaði ríkissjóði gríðarlegum tekjum. Það væri ekki merkilegur árangur að skila ríkissjóði með afgangi á slíkum tímum. „Hvað er öðruvísi nú? Því þetta hefur aldrei farið vel. Þessi mikla útgjaldaþensla á þessum tímapunkti hefur aldrei verið sérstaklega góð hugmynd í íslenskri hagstjórn. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þennan sveiflukennda gjaldmiðil. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þessa gríðarlega háu vexti,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Fyrsta umræða um fjárlögin mun standa fram á kvöld. Henni verður svo framhaldið á morgun þegar fagráðherrar gera grein fyrir áherslum sínum.
Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20
Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30