Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 21:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Á síðustu 9 mánuðum hefur það verið að skýrast betur og betur hvar þessir flokkar ná saman. Jú, þeir standa saman um kyrrstöðu og völd,“ sagði Þorgerður Katrín. Gagnrýndi hún Vinstri græn fyrir að hafa talað um það árum saman að flokkurinn væri eini hugmyndafræðilegi og pólitíski höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins og að því hlutverki myndi flokkurinn ekki bregðast. „Það voru því vissulega merkileg tímamót, í sögu Vinstri grænna þegar flokkurinn myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Eftir að hafa talið bæði sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að þau stæðu fyrir eitthvað allt annað,“ sagði Þorgerður Katrín og taldi það merkilegt að á sama tíma talaði flokkurinn fyrir því að efla traust á stjórnmálum. Sagði Þorgerður Katrín að VG væri í raun millistykkið sem tengdi saman hina rótgrónu valdaflokka, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. „Þannig er íhaldsþrennan fullkomnuð. Þrenna sem heldur hlífiskyldi yfir þeim sérhagsmunum, sem þingmenn Vinstri-Grænna hafa reyndar hér í þessum sama ræðustól gagnrýnt - allt að því froðufellandi, í gegnum tíðina,“ sagði Þorgerður Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 12. september 2018 20:59 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Á síðustu 9 mánuðum hefur það verið að skýrast betur og betur hvar þessir flokkar ná saman. Jú, þeir standa saman um kyrrstöðu og völd,“ sagði Þorgerður Katrín. Gagnrýndi hún Vinstri græn fyrir að hafa talað um það árum saman að flokkurinn væri eini hugmyndafræðilegi og pólitíski höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins og að því hlutverki myndi flokkurinn ekki bregðast. „Það voru því vissulega merkileg tímamót, í sögu Vinstri grænna þegar flokkurinn myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Eftir að hafa talið bæði sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að þau stæðu fyrir eitthvað allt annað,“ sagði Þorgerður Katrín og taldi það merkilegt að á sama tíma talaði flokkurinn fyrir því að efla traust á stjórnmálum. Sagði Þorgerður Katrín að VG væri í raun millistykkið sem tengdi saman hina rótgrónu valdaflokka, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. „Þannig er íhaldsþrennan fullkomnuð. Þrenna sem heldur hlífiskyldi yfir þeim sérhagsmunum, sem þingmenn Vinstri-Grænna hafa reyndar hér í þessum sama ræðustól gagnrýnt - allt að því froðufellandi, í gegnum tíðina,“ sagði Þorgerður Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 12. september 2018 20:59 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 12. september 2018 20:59
Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54