Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:59 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.Inga sagðist hafa gengið inn í síðasta sumar með trega, vitandi það að hún hafi getað ferðast eins og hún vildi – þar sem hún hafði efni á því. Þá gagnrýndi hún þá sem á undan höfðu komið upp í pontu fyrir að hafa ekki minnst á fátækt á Íslandi í ræðum sínum. „Er þá ekki kominn tími til að opna augun? Eigum við ekki að líta inn á við og spyrja, hverjar eru frumþarfir mannsins? Hverjar eru frumþarfir okkar allra?“ spurði Inga. Þá kom hún inn á málefni öryrkja á Íslandi. „Varð ég fyrir slysi? Hvers vegna er ég veikur? Af hverju er ég öryrki? Hvar er hjálpina að finna? Við verðum að átta okkur á því, virðulegi forseti, að það biður enginn um að vera öryrki. Enginn.“Nutu ekki sömu forréttinda og „ríkisbubbabörnin“ Þá sagði Inga að þeir sem byggju við fátækt væru ekki að biðja um munað, heldur sanngirni, réttlæti og jöfnuð. „Enginn þeirra getur farið í leikhús, enginn þeirra getur farið út að borða. Ég tala af eigin reynslu. Kannski einu sinni í mánuði, þá er hægt að hafa pítsu. Mín börn nutu ekki sömu forréttinda og ríkisbubbabörnin í kring.“ Þá gaf Inga lítið fyrir að verið væri að beita skattakerfinu til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Þá spurði hún hvernig það mætti vera að fátækt meðal barna á Íslandi hefði aukist í góðæri undanfarinna missera. Hún beindi að síðustu spjótum sínum aftur að ríkisstjórninni og nýjum fjárlögum. „Ég hefði til dæmis persónulega og prívat aldrei staðið í pontu í kvöld og montað mig af fjögurra prósenta hækkun á persónuafslætti. Staðreyndin er sú að við erum að tala um eitt prósent. Eitt prósent. Þrjú prósent af þessari hækkun koma eingöngu vegna lögbundinnar vísitöluhækkunar, þetta eina prósent gefur 535 krónur. En ég veit ekki í hversu margar sneiðar við þyrftum að skera pítsuna til að fá sneið fyrir 535 kall,“ sagði Inga. Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.Inga sagðist hafa gengið inn í síðasta sumar með trega, vitandi það að hún hafi getað ferðast eins og hún vildi – þar sem hún hafði efni á því. Þá gagnrýndi hún þá sem á undan höfðu komið upp í pontu fyrir að hafa ekki minnst á fátækt á Íslandi í ræðum sínum. „Er þá ekki kominn tími til að opna augun? Eigum við ekki að líta inn á við og spyrja, hverjar eru frumþarfir mannsins? Hverjar eru frumþarfir okkar allra?“ spurði Inga. Þá kom hún inn á málefni öryrkja á Íslandi. „Varð ég fyrir slysi? Hvers vegna er ég veikur? Af hverju er ég öryrki? Hvar er hjálpina að finna? Við verðum að átta okkur á því, virðulegi forseti, að það biður enginn um að vera öryrki. Enginn.“Nutu ekki sömu forréttinda og „ríkisbubbabörnin“ Þá sagði Inga að þeir sem byggju við fátækt væru ekki að biðja um munað, heldur sanngirni, réttlæti og jöfnuð. „Enginn þeirra getur farið í leikhús, enginn þeirra getur farið út að borða. Ég tala af eigin reynslu. Kannski einu sinni í mánuði, þá er hægt að hafa pítsu. Mín börn nutu ekki sömu forréttinda og ríkisbubbabörnin í kring.“ Þá gaf Inga lítið fyrir að verið væri að beita skattakerfinu til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Þá spurði hún hvernig það mætti vera að fátækt meðal barna á Íslandi hefði aukist í góðæri undanfarinna missera. Hún beindi að síðustu spjótum sínum aftur að ríkisstjórninni og nýjum fjárlögum. „Ég hefði til dæmis persónulega og prívat aldrei staðið í pontu í kvöld og montað mig af fjögurra prósenta hækkun á persónuafslætti. Staðreyndin er sú að við erum að tala um eitt prósent. Eitt prósent. Þrjú prósent af þessari hækkun koma eingöngu vegna lögbundinnar vísitöluhækkunar, þetta eina prósent gefur 535 krónur. En ég veit ekki í hversu margar sneiðar við þyrftum að skera pítsuna til að fá sneið fyrir 535 kall,“ sagði Inga.
Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20