Mál um rekstur Trump fer fyrir dóm Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2018 21:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Lögsókn gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun fara fyrir dóm. 200 þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu mál gegn forsetanum og sögðu viðskipti fyrirtækis hans við erlenda embættismenn og ríkisstjórnir brjóta gegn stjórnarskránni. Alríkisdómari hefur nú úrskurðað að málið megi fara fyrir dóm. Lögsóknin byggir á klausu stjórnarskrár Bandaríkjanna um að forseti ríkisins megi ekki taka við fjármunum frá öðrum ríkjum, án leyfis þingsins. Fyrirtæki Trump sem rekur meðal annars hótel í Washington DC, á í stöðugum viðskiptum við embættismenn og ríkisstjórnir annarra ríkja. Þjóðhöfðingjar hafa gist þar vegna funda við forsetann. Trump stendur í nokkrum dómsmálum samkvæmt Washington Post og hafa saksóknarar í Washington DC og Maryland áður höfðað mál vegna greiðslna frá erlendum ríkjum til hótels Trump. Saksóknarar í New York hafa ákært Trump fyrir að misnota góðgerðarsamtök sín og Summer Zervos, sem keppti eitt sinn í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, hefur höfðað mál gegn honum fyrir meiðyrði.Þar að auki er vert að nefna Rússarannsóknina sem snýr meðal annars að því hvort að framboð Trump hafi veitt Rússum einhvers konar samstarf vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum 2016. Dómarinn Emmet G. Sullivan, skrifaði í úrskurði sínum að ef ásakanir Demókratanna reyndust réttar væri forsetinn að þiggja greiðslur erlendis frá án leyfis þingsins. Börn Trump sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins en Trump sjálfur á það enn og hagnast af því. Lögfræðingar Trump segja að forsetinn þurfi ekki að biðja þingið um leyfi þar sem ekki sé um beinar greiðslur frá erlendum ríkjum að ræða, að minnsta ekki eins og stofnendur Bandaríkjanna hafi séð greiðslurnar fyrir sér þegar þeir skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeir höfðu farið fram á að málið yrði fellt niður. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Lögsókn gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun fara fyrir dóm. 200 þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu mál gegn forsetanum og sögðu viðskipti fyrirtækis hans við erlenda embættismenn og ríkisstjórnir brjóta gegn stjórnarskránni. Alríkisdómari hefur nú úrskurðað að málið megi fara fyrir dóm. Lögsóknin byggir á klausu stjórnarskrár Bandaríkjanna um að forseti ríkisins megi ekki taka við fjármunum frá öðrum ríkjum, án leyfis þingsins. Fyrirtæki Trump sem rekur meðal annars hótel í Washington DC, á í stöðugum viðskiptum við embættismenn og ríkisstjórnir annarra ríkja. Þjóðhöfðingjar hafa gist þar vegna funda við forsetann. Trump stendur í nokkrum dómsmálum samkvæmt Washington Post og hafa saksóknarar í Washington DC og Maryland áður höfðað mál vegna greiðslna frá erlendum ríkjum til hótels Trump. Saksóknarar í New York hafa ákært Trump fyrir að misnota góðgerðarsamtök sín og Summer Zervos, sem keppti eitt sinn í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, hefur höfðað mál gegn honum fyrir meiðyrði.Þar að auki er vert að nefna Rússarannsóknina sem snýr meðal annars að því hvort að framboð Trump hafi veitt Rússum einhvers konar samstarf vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum 2016. Dómarinn Emmet G. Sullivan, skrifaði í úrskurði sínum að ef ásakanir Demókratanna reyndust réttar væri forsetinn að þiggja greiðslur erlendis frá án leyfis þingsins. Börn Trump sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins en Trump sjálfur á það enn og hagnast af því. Lögfræðingar Trump segja að forsetinn þurfi ekki að biðja þingið um leyfi þar sem ekki sé um beinar greiðslur frá erlendum ríkjum að ræða, að minnsta ekki eins og stofnendur Bandaríkjanna hafi séð greiðslurnar fyrir sér þegar þeir skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeir höfðu farið fram á að málið yrði fellt niður.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira