Jafnlaunavottun fyrirtækja líklega frestað um 12 mánuði Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2018 06:00 Um áramótin flytjast jafnréttismál frá velferðarráðuneytinu til forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið/GVA Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29