Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 07:00 Þjóðarsjóður verður fjármagnaður með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00