Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 20:00 Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða. Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða.
Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent