Kostnaður við hátíðarfundinn bliknar í samanburði við þjóðfundi síðustu ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 11:05 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpar hátíðarfund á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn. Boð hennar á fundinn reyndist umdeilt. Vísir/Anton Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir hátíðarfundinn á Þingvöllum í sumar hafa verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum síðustu ár. Kostnaður við Kristnihátíð árið 2000 og Lýðveldishátíð árið 1994 hafi til að mynda hlaupið á hundruð milljónum króna.Sjá einnig: Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Skúli var fenginn til að ræða málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði Skúli það sjálfsögðu slæmt ef kostnaðaráætlanir standist ekki, en greint hefur verið frá því að kostnaður við hátíðarfundinn í sumar fór um fjörutíu milljónir fram úr áætlun. Fundurinn kostaði að endingu tæpar 87 milljónir króna og var haldinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmælis á Íslandi. Þá þótti mörgum kostnaðurinn fram úr öllu hófi og fjörugar umræður spunnust um fundinn á samfélagsmiðlum.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.Vísir/AntonHefðu kostað 770 og 340 milljónir í dag Ríkisendurskoðandi gerir ekki upp bókhald Alþingis en Skúli sagði þó að kostnaður við fundi sem þessa hefði verið skoðaður af embættinu. Hann fullyrti til að mynda að reynt hefði verið að hafa fundinn á Þingvöllum í sumar eins ódýran og hægt væri, auk þess sem kostnaður við fundinn hefði verið mun lægri en við sambærileg tilefni síðustu ár. „Það eru tveir aðrir fundir sem voru haldnir árið 2000 og síðan '94 og þessi fundur er langódýrastur af þeim,“ sagði Skúli. Þar átti hann annars vegar við Kristnihátíðina sem boðað var til á Þingvöllum árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi og hins vegar Lýðveldishátíðina árið 1994, einnig haldin á Þingvöllum, í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisstofnunarinnar. „Kristnihátíðin sem haldin var árið 2000 kostaði 341 milljón og ef það er nú framreiknað þá er það í kringum 770 milljónir, þannig að það er miklu meiri kostnaður þar,“ sagði Skúli. Síðari talan vísar þannig til kostnaðar við Kristnihátíðina, væri hún haldin í dag. „Lýðveldishátíðin sem haldin var 1994 kostaði 129,5 milljónir og ef það er framreiknað er það í kringum 340 milljónir rúmlega. Þannig að þetta sem var gert á Þingvöllum í sumar er allt önnur stærðargráða og miklu miklu lægra, en það var líka sérstaklega að því stefnt að hafa þetta hógvært og lágt, mér er kunnugt um það.“Viðtal við Skúla í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir hátíðarfundinn á Þingvöllum í sumar hafa verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum síðustu ár. Kostnaður við Kristnihátíð árið 2000 og Lýðveldishátíð árið 1994 hafi til að mynda hlaupið á hundruð milljónum króna.Sjá einnig: Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Skúli var fenginn til að ræða málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði Skúli það sjálfsögðu slæmt ef kostnaðaráætlanir standist ekki, en greint hefur verið frá því að kostnaður við hátíðarfundinn í sumar fór um fjörutíu milljónir fram úr áætlun. Fundurinn kostaði að endingu tæpar 87 milljónir króna og var haldinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmælis á Íslandi. Þá þótti mörgum kostnaðurinn fram úr öllu hófi og fjörugar umræður spunnust um fundinn á samfélagsmiðlum.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.Vísir/AntonHefðu kostað 770 og 340 milljónir í dag Ríkisendurskoðandi gerir ekki upp bókhald Alþingis en Skúli sagði þó að kostnaður við fundi sem þessa hefði verið skoðaður af embættinu. Hann fullyrti til að mynda að reynt hefði verið að hafa fundinn á Þingvöllum í sumar eins ódýran og hægt væri, auk þess sem kostnaður við fundinn hefði verið mun lægri en við sambærileg tilefni síðustu ár. „Það eru tveir aðrir fundir sem voru haldnir árið 2000 og síðan '94 og þessi fundur er langódýrastur af þeim,“ sagði Skúli. Þar átti hann annars vegar við Kristnihátíðina sem boðað var til á Þingvöllum árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi og hins vegar Lýðveldishátíðina árið 1994, einnig haldin á Þingvöllum, í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisstofnunarinnar. „Kristnihátíðin sem haldin var árið 2000 kostaði 341 milljón og ef það er nú framreiknað þá er það í kringum 770 milljónir, þannig að það er miklu meiri kostnaður þar,“ sagði Skúli. Síðari talan vísar þannig til kostnaðar við Kristnihátíðina, væri hún haldin í dag. „Lýðveldishátíðin sem haldin var 1994 kostaði 129,5 milljónir og ef það er framreiknað er það í kringum 340 milljónir rúmlega. Þannig að þetta sem var gert á Þingvöllum í sumar er allt önnur stærðargráða og miklu miklu lægra, en það var líka sérstaklega að því stefnt að hafa þetta hógvært og lágt, mér er kunnugt um það.“Viðtal við Skúla í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?