Neyðarástand vegna fellibyls Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. október 2018 07:00 Stormurinn gekk yfir Kúbu í gær. Neyðarástandi lýst yfir í Flórída. Viðvaranir við hitabeltisstormi í sýslunum í kring. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svokallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltisstormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einkareknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morgun. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys-eyjum, rétt suður af Flórídaskaga, farnir að finna vel fyrir votviðrinu. Búist er við um 100 millimetra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæðinu gætu orðið gríðarlegar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaðamannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir myndist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosningum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóðendur flestir aflýst fyrirhuguðum kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður-Karólínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismunandi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kúba Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svokallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltisstormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einkareknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morgun. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys-eyjum, rétt suður af Flórídaskaga, farnir að finna vel fyrir votviðrinu. Búist er við um 100 millimetra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæðinu gætu orðið gríðarlegar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaðamannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir myndist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosningum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóðendur flestir aflýst fyrirhuguðum kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður-Karólínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismunandi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kúba Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira