„Við viljum búa til eyju. Alveg nýja eyju í Eyrarsundi milli Refshaleøen og Nordhavn. Við höfum valið að kalla hana Lynettehólma. Þetta er risaverkefni,“ sagði Løkke á blaðamannafundinum í morgun.
Frank Jensen, aðalborgarstjóri Kaupmannahafnar, var einnig á fundinum og sögðu þeir Løkke að verkefnið væri liður í því að bregðast við íbúðaskorti í borginni. Með tilkomu fleiri íbúða verði hægt að koma í veg fyrir að fasteignaverð rjúki upp úr öllu valdi þannig að fleiri hafi efni á að búa í borginni.
„Byggja á Lynettehólma með jörð sem kemur úr öðrum verkefnum,“ segir Løkke og bætir við að verkefnið sé einnig liður í því að bregðast við aukinni umferð í borginni, þétta byggð.
Løkke segir að um langtímaverkefni sé að ræða og að eyjan kunni að verða tilbúin eftir um fimmtíu ár, eða árið 2070.
![](https://www.visir.is/i/5F0E43086E4EB28BD405334D7F1416451FED3113AEA371A97D4A85DF3FBA929F_713x0.jpg)