Gisti- og veitingastaðir svindla á starfsfólki Tryggvi Marteinsson skrifar 4. október 2018 16:47 Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun