Gisti- og veitingastaðir svindla á starfsfólki Tryggvi Marteinsson skrifar 4. október 2018 16:47 Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar