Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. október 2018 07:00 Mjólkuriðnaðurinn er undanskilinn ákvæðum samkeppnislaga hvað varðar samráð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Ég er sannfærð um að með eðlilegum leikreglum munum við sjá markaðinn blómstra og verða sterkari með aukinni nýsköpun og fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur ásamt þingflokki sínum og tveimur þingmönnum Pírata lagt fram frumvarp á Alþingi um viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er í frumvarpinu lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðar frá samkeppnislögum verði afnumdar og að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður. Markmið flutningsmanna er að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. „Þetta eru mjög eðlilegar breytingar að gera á 21. öldinni, það er með ólíkindum að það ríki ekki full samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind nú ekki miklar vonir við að Framsóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn breyti miklu. Þeir hafa allir mikil tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég hef fundið það á skömmum tíma í stjórnarandstöðu að það er lítill vilji til að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Hún vonast þó til að frjálslynd öfl á Alþingi þori að taka sig saman. „Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi og frjálsa samkeppni þurfa sérstaklega að útskýra það af hverju þeir vilji ekki breyta kerfinu.“ Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit Samkeppniseftirlitsins um mjólkuriðnaðinn þurfi að taka alvarlega. „Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld að velja úr.“ Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir ekki óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram svona frumvarp í nafni frelsis og frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í huga að landbúnaður býr hvergi við algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir styðja við landbúnað á einhvern hátt, hvort sem það er með tollum eða einhvers konar takmörkunum á innflutningi.“ Þannig gangi það ekki upp að gera viðskipti með landbúnaðarvörur alveg frjáls hér meðan það sé ekki gert annars staðar. „Við bændur sláum ekki hendinni á móti samkeppni og endurskoðun á starfsumhverfi okkar. Það eina sem við förum fram á er að sanngirni sé gætt og að ekki verði teknar ákvarðanir í fljótfærni. Ég held að bændur séu almennt sáttir við kerfið en landbúnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.“ Þá bendir hann á að sjálfræði bænda til markaðssetningar séu engin takmörk sett. „Það er algengur misskilningur í umræðunni að mönnum séu settar skorður við framleiðslu og markaðssetningu. Það eru engar skorður á því.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira
„Ég er sannfærð um að með eðlilegum leikreglum munum við sjá markaðinn blómstra og verða sterkari með aukinni nýsköpun og fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur ásamt þingflokki sínum og tveimur þingmönnum Pírata lagt fram frumvarp á Alþingi um viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er í frumvarpinu lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðar frá samkeppnislögum verði afnumdar og að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður. Markmið flutningsmanna er að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. „Þetta eru mjög eðlilegar breytingar að gera á 21. öldinni, það er með ólíkindum að það ríki ekki full samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind nú ekki miklar vonir við að Framsóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn breyti miklu. Þeir hafa allir mikil tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég hef fundið það á skömmum tíma í stjórnarandstöðu að það er lítill vilji til að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Hún vonast þó til að frjálslynd öfl á Alþingi þori að taka sig saman. „Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi og frjálsa samkeppni þurfa sérstaklega að útskýra það af hverju þeir vilji ekki breyta kerfinu.“ Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit Samkeppniseftirlitsins um mjólkuriðnaðinn þurfi að taka alvarlega. „Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld að velja úr.“ Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir ekki óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram svona frumvarp í nafni frelsis og frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í huga að landbúnaður býr hvergi við algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir styðja við landbúnað á einhvern hátt, hvort sem það er með tollum eða einhvers konar takmörkunum á innflutningi.“ Þannig gangi það ekki upp að gera viðskipti með landbúnaðarvörur alveg frjáls hér meðan það sé ekki gert annars staðar. „Við bændur sláum ekki hendinni á móti samkeppni og endurskoðun á starfsumhverfi okkar. Það eina sem við förum fram á er að sanngirni sé gætt og að ekki verði teknar ákvarðanir í fljótfærni. Ég held að bændur séu almennt sáttir við kerfið en landbúnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.“ Þá bendir hann á að sjálfræði bænda til markaðssetningar séu engin takmörk sett. „Það er algengur misskilningur í umræðunni að mönnum séu settar skorður við framleiðslu og markaðssetningu. Það eru engar skorður á því.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira