Dæmdur til greiðslu sektar fyrir að dreifa hatri í nafni konu sinnar Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 20:52 Sema Erla Serdar fagnar dómi Héraðsdóms Suðurlands. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 100 þúsund krónu sektar fyrir hatursummæli sem beindust gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi við frétt DV.is árið 2016. Maðurinn ritaði ummælin í nafni konu sinnar sem hefur starfað sem leikskólakennari í Vestmannaeyjum. Sema Erla fagnar dómnum og segir hann marka tímamót. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við fréttina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“. Í athugasemdakerfinu skrifaði maðurinn: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Samkvæmt dómnum er „augljóst að ummælin eru til þess fallin að hæðast að, rógbera, smána eða ógna múslimum almennt vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða, en jafnframt Semu Erlu Serdaroglu þó að hún sé ekki múslimi“. Hinn dæmdi var auk sektarinnar dæmdur til að greiða allan málskostnað.Ekki verið birtur Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólsins, en Sema Erla fékk hann sendan eftir að hafa sóst eftir því. Sema Erla segir í stöðufærslu á Facebook fyrr í dag að dómurinn marki tímamót og sé stórsigur og í baráttunni gegn hatursorðræðu. „Dómurinn staðfestir að hatursorðræða er ekki varin af skoðanafrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar, enda á hatursorðræða ekkert skilt við tjáningarfrelsi. Ekkert. Hatursorðræða er ofbeldi,“ segir Sema Erla.Að neðan má lesa færslu Semu Erlu frá fyrr í dag. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 100 þúsund krónu sektar fyrir hatursummæli sem beindust gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi við frétt DV.is árið 2016. Maðurinn ritaði ummælin í nafni konu sinnar sem hefur starfað sem leikskólakennari í Vestmannaeyjum. Sema Erla fagnar dómnum og segir hann marka tímamót. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við fréttina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“. Í athugasemdakerfinu skrifaði maðurinn: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Samkvæmt dómnum er „augljóst að ummælin eru til þess fallin að hæðast að, rógbera, smána eða ógna múslimum almennt vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða, en jafnframt Semu Erlu Serdaroglu þó að hún sé ekki múslimi“. Hinn dæmdi var auk sektarinnar dæmdur til að greiða allan málskostnað.Ekki verið birtur Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólsins, en Sema Erla fékk hann sendan eftir að hafa sóst eftir því. Sema Erla segir í stöðufærslu á Facebook fyrr í dag að dómurinn marki tímamót og sé stórsigur og í baráttunni gegn hatursorðræðu. „Dómurinn staðfestir að hatursorðræða er ekki varin af skoðanafrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar, enda á hatursorðræða ekkert skilt við tjáningarfrelsi. Ekkert. Hatursorðræða er ofbeldi,“ segir Sema Erla.Að neðan má lesa færslu Semu Erlu frá fyrr í dag.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00