Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 22:13 Jair Bolsonaro hefur verið lýst sem "hinum brasilíska Donald Trump“. AP/Silvia Izquierdo Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu, en þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða hefur Bolsonaro fengið um 56 prósent greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Fernando Haddad, 44 prósent. Síðari umferð forsetakosninganna fór fram þar sem kosið var milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins og fyrrverandi borgarstjóra Sao Paulo. Fyrri umferð kosninganna fór fram í byrjun október, þar sem Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða, en Haddad 29 prósent atkvæða. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta er kosið milli þeirra tveggja í dag. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð þar sem mjög ólíkir frambjóðendur hafa tekist á.Hinn brasilíski Donald Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti myndi hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu.Sjá einnig: Jair Bolsonaro: „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Vinsældir hins 63 ára Bolsonaro jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Í árásinni missti hann um 40 prósent af blóðinu í líkama sínum og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann afboðaði sig í fjölda kappræðna í kjölfarið og hefur því lítið verið um sjónvarpskappræður milli frambjóðandanna líkt og venjan hefur verið.Umhverfismál í brennidepli Stefna Bolsonaro í umhverfismálum hefur sömuleiðis verið umdeild, en líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, hefur Bolsonaro sagst vilja draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Dagana fyrir kosningar hefur hann þó eitthvað dregið úr fyrri yfirlýsingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og segir umhverfisreglur vera að „kæfa landið“. Hann hefur heitið landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Bolsonaro tekur við embætti forseta af Michel Temer. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu, en þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða hefur Bolsonaro fengið um 56 prósent greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Fernando Haddad, 44 prósent. Síðari umferð forsetakosninganna fór fram þar sem kosið var milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins og fyrrverandi borgarstjóra Sao Paulo. Fyrri umferð kosninganna fór fram í byrjun október, þar sem Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða, en Haddad 29 prósent atkvæða. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta er kosið milli þeirra tveggja í dag. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð þar sem mjög ólíkir frambjóðendur hafa tekist á.Hinn brasilíski Donald Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti myndi hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu.Sjá einnig: Jair Bolsonaro: „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Vinsældir hins 63 ára Bolsonaro jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Í árásinni missti hann um 40 prósent af blóðinu í líkama sínum og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann afboðaði sig í fjölda kappræðna í kjölfarið og hefur því lítið verið um sjónvarpskappræður milli frambjóðandanna líkt og venjan hefur verið.Umhverfismál í brennidepli Stefna Bolsonaro í umhverfismálum hefur sömuleiðis verið umdeild, en líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, hefur Bolsonaro sagst vilja draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Dagana fyrir kosningar hefur hann þó eitthvað dregið úr fyrri yfirlýsingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og segir umhverfisreglur vera að „kæfa landið“. Hann hefur heitið landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Bolsonaro tekur við embætti forseta af Michel Temer.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira