Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 22:13 Jair Bolsonaro hefur verið lýst sem "hinum brasilíska Donald Trump“. AP/Silvia Izquierdo Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu, en þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða hefur Bolsonaro fengið um 56 prósent greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Fernando Haddad, 44 prósent. Síðari umferð forsetakosninganna fór fram þar sem kosið var milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins og fyrrverandi borgarstjóra Sao Paulo. Fyrri umferð kosninganna fór fram í byrjun október, þar sem Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða, en Haddad 29 prósent atkvæða. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta er kosið milli þeirra tveggja í dag. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð þar sem mjög ólíkir frambjóðendur hafa tekist á.Hinn brasilíski Donald Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti myndi hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu.Sjá einnig: Jair Bolsonaro: „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Vinsældir hins 63 ára Bolsonaro jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Í árásinni missti hann um 40 prósent af blóðinu í líkama sínum og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann afboðaði sig í fjölda kappræðna í kjölfarið og hefur því lítið verið um sjónvarpskappræður milli frambjóðandanna líkt og venjan hefur verið.Umhverfismál í brennidepli Stefna Bolsonaro í umhverfismálum hefur sömuleiðis verið umdeild, en líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, hefur Bolsonaro sagst vilja draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Dagana fyrir kosningar hefur hann þó eitthvað dregið úr fyrri yfirlýsingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og segir umhverfisreglur vera að „kæfa landið“. Hann hefur heitið landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Bolsonaro tekur við embætti forseta af Michel Temer. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu, en þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða hefur Bolsonaro fengið um 56 prósent greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Fernando Haddad, 44 prósent. Síðari umferð forsetakosninganna fór fram þar sem kosið var milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins og fyrrverandi borgarstjóra Sao Paulo. Fyrri umferð kosninganna fór fram í byrjun október, þar sem Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða, en Haddad 29 prósent atkvæða. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta er kosið milli þeirra tveggja í dag. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð þar sem mjög ólíkir frambjóðendur hafa tekist á.Hinn brasilíski Donald Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti myndi hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu.Sjá einnig: Jair Bolsonaro: „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Vinsældir hins 63 ára Bolsonaro jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Í árásinni missti hann um 40 prósent af blóðinu í líkama sínum og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann afboðaði sig í fjölda kappræðna í kjölfarið og hefur því lítið verið um sjónvarpskappræður milli frambjóðandanna líkt og venjan hefur verið.Umhverfismál í brennidepli Stefna Bolsonaro í umhverfismálum hefur sömuleiðis verið umdeild, en líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, hefur Bolsonaro sagst vilja draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Dagana fyrir kosningar hefur hann þó eitthvað dregið úr fyrri yfirlýsingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og segir umhverfisreglur vera að „kæfa landið“. Hann hefur heitið landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Bolsonaro tekur við embætti forseta af Michel Temer.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira