Þverpólitísk skilaboð um bólusetningar Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. október 2018 07:00 Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég held að það sé skynsamlegt skref að kerfið sjálft passi upp á að stoppa í götin sín megin. Svo verðum við að sjá hverju það skilar,“ segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun starfshóps sem geri tillögur um hvernig auka megi hlutfall bólusetninga barna. Gerir tillagan ráð fyrir að starfshópurinn hugi sérstaklega að úrbótum á verklagi við framkvæmd og utanumhald bólusetninga á heilsugæslustöðvum, meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og eftirfylgni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það mjög gott að menn vilji leita leiða til að bæta þátttöku í bólusetningum sem mest. „Á móti kemur að það er þegar starfshópur í gangi sem er að vinna að þessu. Það yrði skrýtið ef skipaður yrði annar hópur um sama efni því þetta gæti orðið tvíverknaður. Þetta er samt jákvætt framtak.“ Hann segir að flutningsmenn tillögunnar hafi ekki haft samband við sig til að athuga hvað væri að gerast í þessum málum. Í umræddum starfshópi sitja fulltrúar frá sóttvarnalækni, heilsugæslunni, rafrænni sjúkraskrá og hugbúnaðarfyrirtækinu Origo. „Þessi hópur á að skoða alla þessa þætti, bæði skráningu bólusetninga í grunninn og kerfið svo við getum merkt þá sem eru óbólusettir og kallað þá fram. Þannig að það er í rauninni verið að vinna þetta eins og tillagan gengur út á.“ Hvort þessi vinna skili árangri komi í ljós í árlegri skýrslu sóttvarnalæknis. Hildur segist vita að þessi mál séu til skoðunar innan afmarkaðra embætta. „Ég taldi mikilvægt að þungi þingsins myndi standa að baki þeim lausnum sem verða fundnar innan kerfisins. Sérstaklega í ljósi þess að það hafi orðið átök á pólitískum vettvangi um leiðir í þessu. Við þurfum að senda þau þverpólitísku skilaboð að það sé mikilvægt að auka hlutfall bólusetninga barna.“ Bólusetningar barna hafa verið töluvert í umræðunni en sjálf lagði Hildur fram tillögu í borgarstjórn 2015 um að bólusetningar yrðu skilyrði fyrir leikskóladvöl. „Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn og heldur ekki þegar nafna mín Hildur Björnsdóttir lagði hana fram í sumar. Það spannst mikil umræða um bólusetningarnar þegar ég lagði tillöguna fram á sínum tíma. Nokkrum vikum síðar lögðu þingmenn VG fram tillögu um að þessi mál yrðu skoðuð en hún dagaði uppi.“ Hildur segir að eftir að tillaga nöfnu hennar var felld í borgarstjórn hafi hún hugsað að nú væri mikilvægt að reyna að gera það sem hægt væri innan kerfisins til að reyna að auka hlutfall bólusetninga. „Það kom fram í umræðunum að það væri hægt að gera ýmislegt innan kerfisins. Til dæmis að auka eftirlit heilsugæslunnar sem ætti þá að geta gripið þá sem eru ekki á móti bólusetningum en það ferst fyrir af einhverjum ástæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stj.mál Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32 Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02 Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Sjá meira
„Ég held að það sé skynsamlegt skref að kerfið sjálft passi upp á að stoppa í götin sín megin. Svo verðum við að sjá hverju það skilar,“ segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun starfshóps sem geri tillögur um hvernig auka megi hlutfall bólusetninga barna. Gerir tillagan ráð fyrir að starfshópurinn hugi sérstaklega að úrbótum á verklagi við framkvæmd og utanumhald bólusetninga á heilsugæslustöðvum, meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og eftirfylgni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það mjög gott að menn vilji leita leiða til að bæta þátttöku í bólusetningum sem mest. „Á móti kemur að það er þegar starfshópur í gangi sem er að vinna að þessu. Það yrði skrýtið ef skipaður yrði annar hópur um sama efni því þetta gæti orðið tvíverknaður. Þetta er samt jákvætt framtak.“ Hann segir að flutningsmenn tillögunnar hafi ekki haft samband við sig til að athuga hvað væri að gerast í þessum málum. Í umræddum starfshópi sitja fulltrúar frá sóttvarnalækni, heilsugæslunni, rafrænni sjúkraskrá og hugbúnaðarfyrirtækinu Origo. „Þessi hópur á að skoða alla þessa þætti, bæði skráningu bólusetninga í grunninn og kerfið svo við getum merkt þá sem eru óbólusettir og kallað þá fram. Þannig að það er í rauninni verið að vinna þetta eins og tillagan gengur út á.“ Hvort þessi vinna skili árangri komi í ljós í árlegri skýrslu sóttvarnalæknis. Hildur segist vita að þessi mál séu til skoðunar innan afmarkaðra embætta. „Ég taldi mikilvægt að þungi þingsins myndi standa að baki þeim lausnum sem verða fundnar innan kerfisins. Sérstaklega í ljósi þess að það hafi orðið átök á pólitískum vettvangi um leiðir í þessu. Við þurfum að senda þau þverpólitísku skilaboð að það sé mikilvægt að auka hlutfall bólusetninga barna.“ Bólusetningar barna hafa verið töluvert í umræðunni en sjálf lagði Hildur fram tillögu í borgarstjórn 2015 um að bólusetningar yrðu skilyrði fyrir leikskóladvöl. „Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn og heldur ekki þegar nafna mín Hildur Björnsdóttir lagði hana fram í sumar. Það spannst mikil umræða um bólusetningarnar þegar ég lagði tillöguna fram á sínum tíma. Nokkrum vikum síðar lögðu þingmenn VG fram tillögu um að þessi mál yrðu skoðuð en hún dagaði uppi.“ Hildur segir að eftir að tillaga nöfnu hennar var felld í borgarstjórn hafi hún hugsað að nú væri mikilvægt að reyna að gera það sem hægt væri innan kerfisins til að reyna að auka hlutfall bólusetninga. „Það kom fram í umræðunum að það væri hægt að gera ýmislegt innan kerfisins. Til dæmis að auka eftirlit heilsugæslunnar sem ætti þá að geta gripið þá sem eru ekki á móti bólusetningum en það ferst fyrir af einhverjum ástæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stj.mál Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32 Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02 Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32
Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02
Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18