Blaðsíða sex Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Landsréttur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtalsverður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og uppsveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrunmálum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vestrænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan saksóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildarkostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verjenda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannréttinda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtalsverður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og uppsveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrunmálum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vestrænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan saksóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildarkostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verjenda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannréttinda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn?
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar