Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 10:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti var hófstilltari í orðavali á kosningafundi í gær en oft áður. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. Ummælin féllu í tengslum við að pakkar, sem taldir eru hafa verið bréfasprengjur, voru sendar heim til Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar og forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, auk fleira fólks sem allt á það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Trump. Trump hafði áður fordæmt að fólk skyldi senda slíka og sagði að opinber rannsókn myndi fara fram á málinu. Hann kom síðan fram á kosningafundi í Wisconsin vegna komandi þingkosninga og beindi þar spjótum sínum að fjölmiðlum. „Hvers kyns hótanir um pólitískt ofbeldi eru árás á lýðræði okkar,“ sagði Trump á kosningafundinum og bætti við að hann vildi að allir gætu komið saman í friði og samhljómi.Ummæli sem komi úr hörðustu átt „Þeir sem taka þátt í pólitík verða að hætta að koma fram við pólitíska andstæðinga eins og það sé eitthvað að þeim siðferðislega,“ sagði forsetinn áður en hann sneri sér að fjölmiðlunum. Sagði Trump fjölmiðla bera þá ábyrgð að setja kurteislegan tón fyrir umræðuna „og stöðva þennan endalaus fjandskap og stöðugu neikvæðni og oft á tíðum falskar árásir og fréttir.“ Mörgum þykja ummæli forsetans þykja koma úr hörðustu átt en enda hefur Trump sjálfur gjarnan talað á niðrandi hátt um pólitíska andstæðinga sína, ekki síst Hillary Clinton. Þannig er Trump enn að ráðast gegn henni á kosningafundum á meðan stuðningsmenn hans hrópa „Lokið hana inni,“ en í gær var tónn forsetan mýkri.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018Hægt að sætta ágreininginn friðsamlega með því að kjósa „Við skulum lifa saman í sátt og samlyndi. Sjáið þið til dæmis hvað ég er að haga mér vel í kvöld? Hafið þið einhvern tímann séð þetta? Við erum öll að haga okkur mjög vel og vonandi getum við haldið því þannig, ekki satt?“ sagði forsetinn. Trump minntist ekki á nöfn þeirra sem áttu að fá pakkana með ætluðum bréfasprengjum heldur talaði meira á almennu nótunum. „Enginn ætti að líkja pólitískum andstæðingum sínum kæruleysislega við illmenni úr sögunni, en það er oft gert, það er alltaf gert og því verður að ljúka. Við ættum ekki að gera aðsúg að fólki úti á götu eða eyðileggja almannaeignir. Það er til ein leið til þess að sætta ágreining okkar... friðsamlega, við kjörkassann,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent