Tuttugu slösuðust í rúllustigaslysi í Róm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 23:43 Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltafélagsins CSKA Moskva sem voru í Róm til að fylgjast með liðinu sínu etja kappi við Roma. Vísir/ap Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018 Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018
Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45