Þúsundir ganga enn í norðurátt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2018 08:00 Einn flóttamannanna úr hinni afar fjölmennu lest. AP/Moses Castillo Hin svokallaða flóttamannalest hélt áfram för sinni í gegnum Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum í gær eftir að flóttamennirnir höfðu sofið undir berum himni. Talið er að rúmlega 7.000 flóttamenn frá Mið-Ameríku séu í hópnum. Blaðamaður AP á svæðinu sagði að heyra hefði mátt hóstakór. Flóttamenn væru flestir í slæmu ástandi eftir að hafa sofið illa og lítið úti í kulda og lítið nærst. Margir virtust því hafa sýkst af einhverri kvefpest. „Það er erfitt að ferðast með börnin. Í dag gengum við í sex tíma áður en við greiddum sendiferðabílstjóra fyrir að taka okkur upp í. Þetta er hættulegt. Það eru engir sjúkrabílar hérna og ef börnin falla í yfirlið gætu þau hreinlega dáið þar sem það er enginn til að annast þau,“ sagði hinn 27 ára fyrrverandi strætisvagnastjóri Marlon Anibal Castellanos, frá San Pedro Sula í Hondúras, við AP. Hann er einn þessara þúsunda flóttamanna og ferðast með konu sinni, níu ára dóttur og sex ára syni. Samkvæmt aðgerðasinna sem aðstoðar flóttamannalestina, var hlé gert í gær til þess að minnast eins úr hópnum sem lést á leiðinni. Enn þarf hópurinn að ganga á annað þúsund kílómetra til þess að komast að landamærum Bandaríkjanna. Samkvæmt því sem sagði í umfjöllun CBS í gær er óvíst hversu stór hluti fer alla leið. Til að mynda komust einungis 200 af þeim 1.200 sem lögðu af stað í svipaða för fyrr á árinu að landamærum Kaliforníu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Hin svokallaða flóttamannalest hélt áfram för sinni í gegnum Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum í gær eftir að flóttamennirnir höfðu sofið undir berum himni. Talið er að rúmlega 7.000 flóttamenn frá Mið-Ameríku séu í hópnum. Blaðamaður AP á svæðinu sagði að heyra hefði mátt hóstakór. Flóttamenn væru flestir í slæmu ástandi eftir að hafa sofið illa og lítið úti í kulda og lítið nærst. Margir virtust því hafa sýkst af einhverri kvefpest. „Það er erfitt að ferðast með börnin. Í dag gengum við í sex tíma áður en við greiddum sendiferðabílstjóra fyrir að taka okkur upp í. Þetta er hættulegt. Það eru engir sjúkrabílar hérna og ef börnin falla í yfirlið gætu þau hreinlega dáið þar sem það er enginn til að annast þau,“ sagði hinn 27 ára fyrrverandi strætisvagnastjóri Marlon Anibal Castellanos, frá San Pedro Sula í Hondúras, við AP. Hann er einn þessara þúsunda flóttamanna og ferðast með konu sinni, níu ára dóttur og sex ára syni. Samkvæmt aðgerðasinna sem aðstoðar flóttamannalestina, var hlé gert í gær til þess að minnast eins úr hópnum sem lést á leiðinni. Enn þarf hópurinn að ganga á annað þúsund kílómetra til þess að komast að landamærum Bandaríkjanna. Samkvæmt því sem sagði í umfjöllun CBS í gær er óvíst hversu stór hluti fer alla leið. Til að mynda komust einungis 200 af þeim 1.200 sem lögðu af stað í svipaða för fyrr á árinu að landamærum Kaliforníu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07
Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44