Göngum út! Katrín Jakobsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Yfirskrift kvennafrísins í ár er „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Mér er til efs að til sé nokkur kona sem ekki hefur gert fjölmargar tilraunir til að breyta sjálfri sér til að ýmist falla eða falla ekki inn í þröng kynhlutverk. Of oft hefur því verið haldið að konum að þær þurfi að gera hlutina á tiltekinn hátt til að misrétti gegn þeim heyri sögunni til. Í einhverja tíð voru skýringar á launamun kynjanna sóttar í að konur væru ekki nægilega menntaðar. Nú þegar konur eru í meirihluta þeirra sem sækja sér háskólamenntun hafa skýringarnar breyst. Þetta er ekki ósvipað og að hlaupa langhlaup en endamarkið færist alltaf fjær.Enn er langt í land Margt hefur áunnist síðan 1975 þegar konur lögðu niður störf í fyrsta sinn og margar konur af minni kynslóð eiga sinn pólitíska feril undir almennum leikskólum og lögum um fæðingarorlof. Enn er þó langt í land. Ekki hefur tekist að útrýma launamun kynjanna og konur vinna jafnframt stærstan hluta ólaunaðrar vinnu, svo sem við barnauppeldi og heimilisstörf. #églíka bylgjan afhjúpaði kerfisbundið ofbeldi og áreitni sem konur í öllum lögum samfélagsins hafa mátt búa við. Ofbeldi gegn konum er í senn orsök og afleiðing kynjamisréttis og ein orsök þess hversu hægt gengur að byggja upp samfélag jafnréttis.Áhrifaríkasta baráttutækið Samstaða kvenna er áhrifaríkasta baráttutækið til að knýja á um raunverulegar breytingar, því kvenfrelsisbaráttan krefst róttækrar skoðunar á menningu okkar. Ég mun því fara úr vinnunni kl. 14.55 og taka þannig þátt í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að snúa aftur á morgun og halda áfram að vinna að kvenfrelsismálum í mínu starfi. Kæru konur, leggjum niður launuð og ólaunuð störf í dag og sameinumst á útifundum um allt land. Höldum síðan áfram því þrotlausa starfi að breyta samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift kvennafrísins í ár er „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Mér er til efs að til sé nokkur kona sem ekki hefur gert fjölmargar tilraunir til að breyta sjálfri sér til að ýmist falla eða falla ekki inn í þröng kynhlutverk. Of oft hefur því verið haldið að konum að þær þurfi að gera hlutina á tiltekinn hátt til að misrétti gegn þeim heyri sögunni til. Í einhverja tíð voru skýringar á launamun kynjanna sóttar í að konur væru ekki nægilega menntaðar. Nú þegar konur eru í meirihluta þeirra sem sækja sér háskólamenntun hafa skýringarnar breyst. Þetta er ekki ósvipað og að hlaupa langhlaup en endamarkið færist alltaf fjær.Enn er langt í land Margt hefur áunnist síðan 1975 þegar konur lögðu niður störf í fyrsta sinn og margar konur af minni kynslóð eiga sinn pólitíska feril undir almennum leikskólum og lögum um fæðingarorlof. Enn er þó langt í land. Ekki hefur tekist að útrýma launamun kynjanna og konur vinna jafnframt stærstan hluta ólaunaðrar vinnu, svo sem við barnauppeldi og heimilisstörf. #églíka bylgjan afhjúpaði kerfisbundið ofbeldi og áreitni sem konur í öllum lögum samfélagsins hafa mátt búa við. Ofbeldi gegn konum er í senn orsök og afleiðing kynjamisréttis og ein orsök þess hversu hægt gengur að byggja upp samfélag jafnréttis.Áhrifaríkasta baráttutækið Samstaða kvenna er áhrifaríkasta baráttutækið til að knýja á um raunverulegar breytingar, því kvenfrelsisbaráttan krefst róttækrar skoðunar á menningu okkar. Ég mun því fara úr vinnunni kl. 14.55 og taka þannig þátt í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að snúa aftur á morgun og halda áfram að vinna að kvenfrelsismálum í mínu starfi. Kæru konur, leggjum niður launuð og ólaunuð störf í dag og sameinumst á útifundum um allt land. Höldum síðan áfram því þrotlausa starfi að breyta samfélaginu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar