Hyggst leggja fram frumvarp vegna lögbanns á deilisíður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. október 2018 19:45 Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um málið. Í vikunni staðfesti Hæstiréttur lögbann sem lagt var á aðgang að deilisíðum, en sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbannið að kröfu Sambands tónskálda og eigenda flutningsrétta (STEF) árið 2015. Hér er um að ræða síður á borð við deildu.net, Piratebay og aðrar síður þar sem höfundaréttarvörðu efni er deilt. Píratinn Helgi Hrafn er gagnrýninn á dóminn. „Það sem að er vont við þennan dóm er að hann felur það ekki í sér að vefsíðurnar eru teknar niður sem slíkar. Það geta verið lögmætar ástæður til að taka niður vefi þar sem þeir eru hýstir en það sem er vont við þennan dóm er að milliliðurinn, netveitan, er gerð ábyrg fyrir því að vefurinn sé einhvers staðar á internetinu,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir niðurstöðu dómsins byggja á því að dómstólar skilji ekki internetið auk skilningsleysi löggjafans. „Ég fullyrði það hiklaust að dómstólar skilja ekki undirliggjandi tækni og hvaða áhrif þetta hefur á gangverk internetsins. Það er ekki hægt að gera milliliðinn ábyrgan nema með því að láta hann brjóta í bága við þá staðla og þær vinnuaðferðir sem eiga að gilda um veitingu internets. Vandinn er ekki bara skilningsleysi hæstaréttar þó það sé vissulega hluti af vandanum heldur líka skilningsleysi löggjafans, þetta er bara vond löggjöf sem þarf að breyta. Þetta er dæmi um Vonda framfylgni á vondri útfærslu á höfundarétterlögum,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi vegna málsins. Dómsmál Tengdar fréttir Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um málið. Í vikunni staðfesti Hæstiréttur lögbann sem lagt var á aðgang að deilisíðum, en sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbannið að kröfu Sambands tónskálda og eigenda flutningsrétta (STEF) árið 2015. Hér er um að ræða síður á borð við deildu.net, Piratebay og aðrar síður þar sem höfundaréttarvörðu efni er deilt. Píratinn Helgi Hrafn er gagnrýninn á dóminn. „Það sem að er vont við þennan dóm er að hann felur það ekki í sér að vefsíðurnar eru teknar niður sem slíkar. Það geta verið lögmætar ástæður til að taka niður vefi þar sem þeir eru hýstir en það sem er vont við þennan dóm er að milliliðurinn, netveitan, er gerð ábyrg fyrir því að vefurinn sé einhvers staðar á internetinu,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir niðurstöðu dómsins byggja á því að dómstólar skilji ekki internetið auk skilningsleysi löggjafans. „Ég fullyrði það hiklaust að dómstólar skilja ekki undirliggjandi tækni og hvaða áhrif þetta hefur á gangverk internetsins. Það er ekki hægt að gera milliliðinn ábyrgan nema með því að láta hann brjóta í bága við þá staðla og þær vinnuaðferðir sem eiga að gilda um veitingu internets. Vandinn er ekki bara skilningsleysi hæstaréttar þó það sé vissulega hluti af vandanum heldur líka skilningsleysi löggjafans, þetta er bara vond löggjöf sem þarf að breyta. Þetta er dæmi um Vonda framfylgni á vondri útfærslu á höfundarétterlögum,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi vegna málsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52
Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50