Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2018 07:30 Bolsonaro er væntanlega sáttur. Nordicphotos/AFP Brasilía Hinn umdeildi íhaldsmaður Jair Bolsonaro vann stórsigur í forsetakosningum Brasilíu sem fram fóru á sunnudaginn. Þessi þingmaður og fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum fékk 55,2 prósent atkvæða á meðan vinstrimaðurinn Fernando Haddad úr Verkamannaflokknum fékk 44,8 prósent. Bolsonaro hefur lofað að berjast gegn glæpum, meðal annars með því að gera almennum borgurum auðveldara að kaupa sér skotvopn, og koma í veg fyrir að sósíalistar nái völdum í Brasilíu. Hann er hins vegar afar umdeildur og hafa misvinsæl ummæli hans orðið til þess að Brasilíumaðurinn hefur verið kallaður „Trump hitabeltisins“. Fjölmiðlar heims, stórir sem smáir, hafa fjallað um kjör Bolsonaros og bent í því samhengi á ýmis ummæli hins nýkjörna forseta. BBC sagði til að mynda frá því að Bolsonaro hafi áður sagt við konu á þingi að hún væri „of ljót til að nauðga“ og að hann hafi sagst „hlynntur einræðisstjórn“ sem var sett í samhengi við lofræður hans um herforingjastjórnir fortíðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessorFréttablaðið/ValgarðurHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur búið í Rio de Janeiro undanfarið hálft ár, talar portúgölsku og hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Á bloggi sínu hefur hann sagt íslenska fjölmiðla fjalla um kosningarnar af mikilli vanþekkingu. Stjórnmálafræðingurinn Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að Bolsonaro hafi umfram allt sigrað vegna þess að Brasilíumenn voru að kjósa á móti „sextán ára samfelldri spillingarstjórn Verkamannaflokksins“. Hannes bendir á að annar forseti flokksins, Lula da Silva, sitji í fangelsi og að Haddad hafi reglulega heimsótt hann þangað og þegið ráð. „Þetta ofbauð mörgum.“ Dilma Rousseff, hinn forseti flokksins, var síðan sett úr embætti forseta vegna rangra upplýsinga um fjármál flokksins. „Sumt, sem Bolsonaro segir sjálfur, er líka vinsælt, sérstaklega loforð hans um að efla og herða löggæslu. Mörgum Brasilíumönnum finnst öryggi innanlands ábótavant,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að Bolsonaro hafi frekar varið en lofað herforingjastjórnina sem var í Brasilíu frá 1964 til 1985. „Hann hefur þó tekið fram, að hann virði stjórnarskrá landsins og lýðræði. Aðaláhyggjuefni kjósenda í Brasilíu er hins vegar, að Brasilía megi ekki fara sömu leið og Venesúela undir stjórn þeirra Chavezar og Maduros. Með ákveðinni einföldun má segja, að þeir sjái valið milli Bolsonaros og Haddads sem val milli leiðarinnar, sem Fujimori fór í Perú, og leiðarinnar, sem Chavez og Maduro fóru í Venesúela,“ segir Hannes og bætir við að perúska leiðin hafi tekist, hin mistekist og að Brasilíumenn eigi nú í vandræðum með straum flóttamanna frá Venesúela. Aukinheldur segir Hannes að Bolsonaro sé einfaldlega hreinskilnari en margir aðrir stjórnmálamenn um fordóma sína. „Það var hins vegar ekki kosið um þá, heldur um stefnu hans og flokks hans. Mörgum líst vel á efnahagsstefnu hans, sem hagfræðingurinn Paulo Guedes hefur markað, en hún felst í því að minnka umsvif ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til verðmætasköpunar, en á því þarf Brasilía sérlega að halda,“ segir Hannes sem hefur ekki áhyggjur af fyrri ummælum Bolsonaros. Fremur því að hann hverfi frá stefnu fyrrnefnds Guedes af ótta við tímabundnar óvinsældir. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Brasilía Hinn umdeildi íhaldsmaður Jair Bolsonaro vann stórsigur í forsetakosningum Brasilíu sem fram fóru á sunnudaginn. Þessi þingmaður og fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum fékk 55,2 prósent atkvæða á meðan vinstrimaðurinn Fernando Haddad úr Verkamannaflokknum fékk 44,8 prósent. Bolsonaro hefur lofað að berjast gegn glæpum, meðal annars með því að gera almennum borgurum auðveldara að kaupa sér skotvopn, og koma í veg fyrir að sósíalistar nái völdum í Brasilíu. Hann er hins vegar afar umdeildur og hafa misvinsæl ummæli hans orðið til þess að Brasilíumaðurinn hefur verið kallaður „Trump hitabeltisins“. Fjölmiðlar heims, stórir sem smáir, hafa fjallað um kjör Bolsonaros og bent í því samhengi á ýmis ummæli hins nýkjörna forseta. BBC sagði til að mynda frá því að Bolsonaro hafi áður sagt við konu á þingi að hún væri „of ljót til að nauðga“ og að hann hafi sagst „hlynntur einræðisstjórn“ sem var sett í samhengi við lofræður hans um herforingjastjórnir fortíðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessorFréttablaðið/ValgarðurHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur búið í Rio de Janeiro undanfarið hálft ár, talar portúgölsku og hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Á bloggi sínu hefur hann sagt íslenska fjölmiðla fjalla um kosningarnar af mikilli vanþekkingu. Stjórnmálafræðingurinn Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að Bolsonaro hafi umfram allt sigrað vegna þess að Brasilíumenn voru að kjósa á móti „sextán ára samfelldri spillingarstjórn Verkamannaflokksins“. Hannes bendir á að annar forseti flokksins, Lula da Silva, sitji í fangelsi og að Haddad hafi reglulega heimsótt hann þangað og þegið ráð. „Þetta ofbauð mörgum.“ Dilma Rousseff, hinn forseti flokksins, var síðan sett úr embætti forseta vegna rangra upplýsinga um fjármál flokksins. „Sumt, sem Bolsonaro segir sjálfur, er líka vinsælt, sérstaklega loforð hans um að efla og herða löggæslu. Mörgum Brasilíumönnum finnst öryggi innanlands ábótavant,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að Bolsonaro hafi frekar varið en lofað herforingjastjórnina sem var í Brasilíu frá 1964 til 1985. „Hann hefur þó tekið fram, að hann virði stjórnarskrá landsins og lýðræði. Aðaláhyggjuefni kjósenda í Brasilíu er hins vegar, að Brasilía megi ekki fara sömu leið og Venesúela undir stjórn þeirra Chavezar og Maduros. Með ákveðinni einföldun má segja, að þeir sjái valið milli Bolsonaros og Haddads sem val milli leiðarinnar, sem Fujimori fór í Perú, og leiðarinnar, sem Chavez og Maduro fóru í Venesúela,“ segir Hannes og bætir við að perúska leiðin hafi tekist, hin mistekist og að Brasilíumenn eigi nú í vandræðum með straum flóttamanna frá Venesúela. Aukinheldur segir Hannes að Bolsonaro sé einfaldlega hreinskilnari en margir aðrir stjórnmálamenn um fordóma sína. „Það var hins vegar ekki kosið um þá, heldur um stefnu hans og flokks hans. Mörgum líst vel á efnahagsstefnu hans, sem hagfræðingurinn Paulo Guedes hefur markað, en hún felst í því að minnka umsvif ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til verðmætasköpunar, en á því þarf Brasilía sérlega að halda,“ segir Hannes sem hefur ekki áhyggjur af fyrri ummælum Bolsonaros. Fremur því að hann hverfi frá stefnu fyrrnefnds Guedes af ótta við tímabundnar óvinsældir.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13
Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36