Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 09:04 Rick Scott á kosningafundi með Donald Trump. Hann sakar demókrata um að reyna að stela sigri í kosningum um öldungadeildarþingsæti á Flórída. Vísir/EPA Svo mjótt er á mununum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída í Bandaríkjunum að telja gæti þurft atkvæði þar aftur. Frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar sakar demókrata um að reyna að stela af sér sigri. Á kosninganótt hafði Andrew Gillum, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra, viðurkennt ósigur fyrir Ron DeSantis. Þá var talið að Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana á Flórída, hefði borið sigurorð af Bill Nelson, frambjóðanda demókrata, um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mjótt var hins vegar á mununum og þegar atkvæði frá Broward-sýslu, þar sem mannskæð skotárás var framin í framhaldsskóla fyrr á þessu ári, voru talin dró mjög saman á milli frambjóðendanna. Hundruð starfsmanna og sjálfboðaliða Demókrataflokksins hafa því reynt að hafa upp á fólki sem greiddi bráðabirgðaatkvæði í kosningunum til að tryggja að þau verði talin, að sögn Washington Post. Samkvæmt lögum á Flórída verður að telja atkvæði aftur ef munur á frambjóðendum er innan við 0,5 prósentustig. Eins og stendur er Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída og frambjóðandi repúblikana, með um 15.000 atkvæða forskot á Nelson, um 0,18 prósentustiga munur. Ron DeSantis, ríkisstjóraframbjóðandi repúblikana, er með 36.000 atkvæða forskot á Gillum, um 0,44 prósentustiga munur.Sakar fulltrúa kjörstjórnar og demókrata um svik Bæði Nelson og Gillum hafa tilkynnt að þeir ætli að fylgjast grannt með endurtalningu atkvæða ef af þeim verður. Gillum dró til baka viðurkenningu sína á ósigri. Scott sakaði starfsmenn kjörstjórnar í Broward- og Pálmastrandarsýslum um möguleg svik án þess þó að leggja fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Krafðist hann rannsóknar lögreglu. „Ég mun ekki sitja með hendur í skauti á meðan ósiðlegir vinstrimenn reyna að stela þessum kosningum frá íbúum Flórída,“ sagði Scott. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana á Flórída, tók undir ásakanir um að demókratar reyndu að „stela“ kosningunum. Talsmaður Nelson segir aftur á móti að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra íbúa ríkisins séu talin og talin rétt. „Aðgerðir Ricks Scott virðast vera af pólitískum hvötum og vegna örvæntingar,“ sagði talsmaðurinn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Svo mjótt er á mununum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída í Bandaríkjunum að telja gæti þurft atkvæði þar aftur. Frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar sakar demókrata um að reyna að stela af sér sigri. Á kosninganótt hafði Andrew Gillum, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra, viðurkennt ósigur fyrir Ron DeSantis. Þá var talið að Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana á Flórída, hefði borið sigurorð af Bill Nelson, frambjóðanda demókrata, um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mjótt var hins vegar á mununum og þegar atkvæði frá Broward-sýslu, þar sem mannskæð skotárás var framin í framhaldsskóla fyrr á þessu ári, voru talin dró mjög saman á milli frambjóðendanna. Hundruð starfsmanna og sjálfboðaliða Demókrataflokksins hafa því reynt að hafa upp á fólki sem greiddi bráðabirgðaatkvæði í kosningunum til að tryggja að þau verði talin, að sögn Washington Post. Samkvæmt lögum á Flórída verður að telja atkvæði aftur ef munur á frambjóðendum er innan við 0,5 prósentustig. Eins og stendur er Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída og frambjóðandi repúblikana, með um 15.000 atkvæða forskot á Nelson, um 0,18 prósentustiga munur. Ron DeSantis, ríkisstjóraframbjóðandi repúblikana, er með 36.000 atkvæða forskot á Gillum, um 0,44 prósentustiga munur.Sakar fulltrúa kjörstjórnar og demókrata um svik Bæði Nelson og Gillum hafa tilkynnt að þeir ætli að fylgjast grannt með endurtalningu atkvæða ef af þeim verður. Gillum dró til baka viðurkenningu sína á ósigri. Scott sakaði starfsmenn kjörstjórnar í Broward- og Pálmastrandarsýslum um möguleg svik án þess þó að leggja fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Krafðist hann rannsóknar lögreglu. „Ég mun ekki sitja með hendur í skauti á meðan ósiðlegir vinstrimenn reyna að stela þessum kosningum frá íbúum Flórída,“ sagði Scott. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana á Flórída, tók undir ásakanir um að demókratar reyndu að „stela“ kosningunum. Talsmaður Nelson segir aftur á móti að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra íbúa ríkisins séu talin og talin rétt. „Aðgerðir Ricks Scott virðast vera af pólitískum hvötum og vegna örvæntingar,“ sagði talsmaðurinn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36