Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 09:04 Rick Scott á kosningafundi með Donald Trump. Hann sakar demókrata um að reyna að stela sigri í kosningum um öldungadeildarþingsæti á Flórída. Vísir/EPA Svo mjótt er á mununum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída í Bandaríkjunum að telja gæti þurft atkvæði þar aftur. Frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar sakar demókrata um að reyna að stela af sér sigri. Á kosninganótt hafði Andrew Gillum, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra, viðurkennt ósigur fyrir Ron DeSantis. Þá var talið að Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana á Flórída, hefði borið sigurorð af Bill Nelson, frambjóðanda demókrata, um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mjótt var hins vegar á mununum og þegar atkvæði frá Broward-sýslu, þar sem mannskæð skotárás var framin í framhaldsskóla fyrr á þessu ári, voru talin dró mjög saman á milli frambjóðendanna. Hundruð starfsmanna og sjálfboðaliða Demókrataflokksins hafa því reynt að hafa upp á fólki sem greiddi bráðabirgðaatkvæði í kosningunum til að tryggja að þau verði talin, að sögn Washington Post. Samkvæmt lögum á Flórída verður að telja atkvæði aftur ef munur á frambjóðendum er innan við 0,5 prósentustig. Eins og stendur er Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída og frambjóðandi repúblikana, með um 15.000 atkvæða forskot á Nelson, um 0,18 prósentustiga munur. Ron DeSantis, ríkisstjóraframbjóðandi repúblikana, er með 36.000 atkvæða forskot á Gillum, um 0,44 prósentustiga munur.Sakar fulltrúa kjörstjórnar og demókrata um svik Bæði Nelson og Gillum hafa tilkynnt að þeir ætli að fylgjast grannt með endurtalningu atkvæða ef af þeim verður. Gillum dró til baka viðurkenningu sína á ósigri. Scott sakaði starfsmenn kjörstjórnar í Broward- og Pálmastrandarsýslum um möguleg svik án þess þó að leggja fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Krafðist hann rannsóknar lögreglu. „Ég mun ekki sitja með hendur í skauti á meðan ósiðlegir vinstrimenn reyna að stela þessum kosningum frá íbúum Flórída,“ sagði Scott. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana á Flórída, tók undir ásakanir um að demókratar reyndu að „stela“ kosningunum. Talsmaður Nelson segir aftur á móti að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra íbúa ríkisins séu talin og talin rétt. „Aðgerðir Ricks Scott virðast vera af pólitískum hvötum og vegna örvæntingar,“ sagði talsmaðurinn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Svo mjótt er á mununum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída í Bandaríkjunum að telja gæti þurft atkvæði þar aftur. Frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar sakar demókrata um að reyna að stela af sér sigri. Á kosninganótt hafði Andrew Gillum, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra, viðurkennt ósigur fyrir Ron DeSantis. Þá var talið að Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana á Flórída, hefði borið sigurorð af Bill Nelson, frambjóðanda demókrata, um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mjótt var hins vegar á mununum og þegar atkvæði frá Broward-sýslu, þar sem mannskæð skotárás var framin í framhaldsskóla fyrr á þessu ári, voru talin dró mjög saman á milli frambjóðendanna. Hundruð starfsmanna og sjálfboðaliða Demókrataflokksins hafa því reynt að hafa upp á fólki sem greiddi bráðabirgðaatkvæði í kosningunum til að tryggja að þau verði talin, að sögn Washington Post. Samkvæmt lögum á Flórída verður að telja atkvæði aftur ef munur á frambjóðendum er innan við 0,5 prósentustig. Eins og stendur er Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída og frambjóðandi repúblikana, með um 15.000 atkvæða forskot á Nelson, um 0,18 prósentustiga munur. Ron DeSantis, ríkisstjóraframbjóðandi repúblikana, er með 36.000 atkvæða forskot á Gillum, um 0,44 prósentustiga munur.Sakar fulltrúa kjörstjórnar og demókrata um svik Bæði Nelson og Gillum hafa tilkynnt að þeir ætli að fylgjast grannt með endurtalningu atkvæða ef af þeim verður. Gillum dró til baka viðurkenningu sína á ósigri. Scott sakaði starfsmenn kjörstjórnar í Broward- og Pálmastrandarsýslum um möguleg svik án þess þó að leggja fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Krafðist hann rannsóknar lögreglu. „Ég mun ekki sitja með hendur í skauti á meðan ósiðlegir vinstrimenn reyna að stela þessum kosningum frá íbúum Flórída,“ sagði Scott. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana á Flórída, tók undir ásakanir um að demókratar reyndu að „stela“ kosningunum. Talsmaður Nelson segir aftur á móti að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra íbúa ríkisins séu talin og talin rétt. „Aðgerðir Ricks Scott virðast vera af pólitískum hvötum og vegna örvæntingar,“ sagði talsmaðurinn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36