Eiga líka líf utan vinnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“ Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“
Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30