Vaxandi vandi Repúblikanaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. nóvember 2018 12:15 Frá kjörstað. vísir/getty Kosningarnanar í Bandaríkjunum, þar sem Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins, Repúblikanar héldu öldungadeildinni og flokkarnir fengu báðir stóra ríkisstjórastóla, sýna að Repúblikanaflokkurinn á við lýðfræðilegan vanda að stríða. Repúblikanar töluðu sjálfir um þennan vanda á árunum sem liðu frá því Mitt Romney tapaði forsetakosningum gegn Obama 2012 og fram að sigri Donalds Trump árið 2016 að flokkurinn þyrfti að bregðast við fjölgun rómanskættaðra kjósenda. En það sem stóð einna helst upp úr á kosninganóttinni er að nú hafa Demókratar skapað sér sterka stöðu í úthverfum bandarískra borga. Demókratar unnu fulltrúadeildarsæti í úthverfum víða um land. Ekki bara í kjördæmum sem Repúblikanar höfðu áhyggjur af og vissu trúlega að myndu tapast heldur meira að segja náði flokkurinn að sigra óvænt í erfiðari kjördæmum.Eins og sjá má á meðfylgjandi töflum, sem byggðar eru á útgönguspám gerðum á þriðjudag, eru Repúblikanar bara með yfirhöndina í dreifbýli. Þaðan koma mun færri kjósendur en frá borgum og bilið fer breikkandi. Þá eru Repúblikanar einnig sterkir á meðal hvítra kjósenda. Þótt sigur Trumps hafi létt á áhyggjum Repúblikana af þróun bandarísks samfélags mega þeir ekki við því að hundsa vandann. Konur eru að fjarlægjast Repúblikana. Í umfjöllun Cook Political Report frá því í vor segir að konum sem aðhyllast Demókrata hafi fjölgað um fjögur prósentustig frá árinu 2015. Manntalsstofnun Bandaríkjanna birti greiningu á framtíðarhorfum í vor. Þar mátti sjá að miðað við þróun undanfarinna áratuga mun hlutfall hvítra af heildaríbúafjölda minnka úr 61,3 prósentum árið 2016 í 55,8 prósent árið 2030 og svo 44,3 prósent árið 2060. Rómönskum mun á móti fjölga úr 17,8 prósentum í 21,1 prósent árið 2030 og 27,5 prósent árið 2060. Svörtum Bandaríkjamönnum, asískættuðum og öðrum mun sömuleiðis fjölga. Þótt útgönguspár séu ófullkomnar er vert að hafa í huga að miðað við þær, og greiningu manntalsstofnunarinnar, virðist nauðsynlegt fyrir Repúblikana að aðlaga sig breyttum tímum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Kosningarnanar í Bandaríkjunum, þar sem Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins, Repúblikanar héldu öldungadeildinni og flokkarnir fengu báðir stóra ríkisstjórastóla, sýna að Repúblikanaflokkurinn á við lýðfræðilegan vanda að stríða. Repúblikanar töluðu sjálfir um þennan vanda á árunum sem liðu frá því Mitt Romney tapaði forsetakosningum gegn Obama 2012 og fram að sigri Donalds Trump árið 2016 að flokkurinn þyrfti að bregðast við fjölgun rómanskættaðra kjósenda. En það sem stóð einna helst upp úr á kosninganóttinni er að nú hafa Demókratar skapað sér sterka stöðu í úthverfum bandarískra borga. Demókratar unnu fulltrúadeildarsæti í úthverfum víða um land. Ekki bara í kjördæmum sem Repúblikanar höfðu áhyggjur af og vissu trúlega að myndu tapast heldur meira að segja náði flokkurinn að sigra óvænt í erfiðari kjördæmum.Eins og sjá má á meðfylgjandi töflum, sem byggðar eru á útgönguspám gerðum á þriðjudag, eru Repúblikanar bara með yfirhöndina í dreifbýli. Þaðan koma mun færri kjósendur en frá borgum og bilið fer breikkandi. Þá eru Repúblikanar einnig sterkir á meðal hvítra kjósenda. Þótt sigur Trumps hafi létt á áhyggjum Repúblikana af þróun bandarísks samfélags mega þeir ekki við því að hundsa vandann. Konur eru að fjarlægjast Repúblikana. Í umfjöllun Cook Political Report frá því í vor segir að konum sem aðhyllast Demókrata hafi fjölgað um fjögur prósentustig frá árinu 2015. Manntalsstofnun Bandaríkjanna birti greiningu á framtíðarhorfum í vor. Þar mátti sjá að miðað við þróun undanfarinna áratuga mun hlutfall hvítra af heildaríbúafjölda minnka úr 61,3 prósentum árið 2016 í 55,8 prósent árið 2030 og svo 44,3 prósent árið 2060. Rómönskum mun á móti fjölga úr 17,8 prósentum í 21,1 prósent árið 2030 og 27,5 prósent árið 2060. Svörtum Bandaríkjamönnum, asískættuðum og öðrum mun sömuleiðis fjölga. Þótt útgönguspár séu ófullkomnar er vert að hafa í huga að miðað við þær, og greiningu manntalsstofnunarinnar, virðist nauðsynlegt fyrir Repúblikana að aðlaga sig breyttum tímum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36