Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 12:38 Sharice Davids fagnaði með stuðningsmönnum sínum í nótt. Hún deilir heiðrinum að vera fyrsta frumbyggjakonan til að ná sæti í fulltrúadeildinni og verður fyrsti samkynhneigði fulltrúadeildarþingmaður Kansas. Vísir/Getty Frumbyggjar, múslimakonur og hinsegin fólk voru á meðal þeirra sem brutu blað í þingkosningunum í Bandaríkjunum í gær. Konur unnu einnig á þó að enn halli verulega á þær í báðum deildum Bandaríkjaþings. Úrslit voru víða söguleg í bandarísku þing- og ríkisstjórakosningunum sem fóru fram í gær. Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en repúblikanar héldu velli í öldungadeildinni og bættu við sig sætum þar. New York Times og Washington Post hafa tekið saman lista yfir nokkra frambjóðendur sem náðu kjöri fyrir flokkana sem eru brautryðjendur þjóðfélagshópa sem hafa fram að þessu ekki átt sér marga ef nokkra fulltrúa í æðstu embættum landsins eða fyrir hönd ríkja sinna. Sharice Davids og Debra Haaland, tvær konur sem buðu sig fram fyrir hönd Demókrataflokksins, deila þeim heiðri að vera fyrstu frumbyggjakonurnar til þess að ná kjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Davids, sem er frá Kansas, er jafnframt fyrsta samkynhneigða konan sem nær kjöri fyrir ríkið. Í kosningabaráttunni bar Haaland, frá Nýju-Mexíkó, umdeildan aðskilnað fjölskyldna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó meðal annars saman við það þegar börn frumbyggja Norður-Ameríku voru skilin frá foreldrum sínum. Tvær múslimakonur náðu einnig kjöri til fulltrúadeildarinnar í fyrsta skipti, þær Ilhan Omar, demókrati frá Minnesóta, og Rashida Tlaib, demókrati frá Michigan. Omar er fyrsti Bandaríkjamaðurinn af sómölskum ættum sem er kosinn á þing en Tlaib er af palestínskum ættum. Í Colorado varð Jared Polis fyrsti opinskátt samkynhneigði karlmaðurinn til þess að ná kjöri sem ríkisstjóri í Bandaríkjunum þegar hann hrósaði sigri í nótt. Hann kemur einnig úr röðum Demókrataflokksins.Ilham Omar á rætur sínar að rekja til Sómalíu. Hún varð fyrsta múslimakonan til að vinna sæti í fulltrúadeildinni ásamt Rashidu Tlaib í Michigan.Vísir/GettyKonur réttu hlut sinn en enn aðeins innan við fjórðungur þingmanna Lengi hefur hallað á konur í bandarískum stjórnmálum. Konur unnu þó verulega á í kosningunum til fulltrúadeildarinnar og er nú útlit fyrir að hundrað þeirra sitji á þingi á næsta kjörtímabili. Þær hafa þá aldrei verið fleiri. Þær eru engu að síður í minnihluta í fulltrúadeildinni þar sem 435 þingmenn eiga sæti. Alexandria Ocasio-Cortez varð yngsta konan til að ná kjöri til fulltrúadeildarinnar. Hún er 29 ára gömul og tilheyrir vinstri armi Demókrataflokksins. Hún velti sitjandi þingmanni flokksins í 14. kjördæmi New York óvænt úr stóli í forvali í sumar. Hún hefur aldrei gegnt embætti sem kjörinn fulltrúi áður. Þá kusu Texasbúar sér konur af rómönsk-amerískum ættum á þing í fyrsta skipti. Þær Veronica Escobar og Sylvia Garcia náðu báðar kjöri í einu stærsta ríki Bandaríkjanna þar sem nærri því 40% íbúa er af spænskum eða rómansk-amerískum ættum. Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, varð fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar í Tennessee. Hún er einarður andstæðingur fóstureyðinga og er harður stuðningsmaður Donalds Trump forseta. Konur komust einnig í ríkisstjórasetrið í nokkrum ríkjum í fyrsta skipti í gær. Kristi Noem, þingkona repúblikana, náði kjöri sem ríkisstjóri Suður-Dakóta og Janet Mills, dómsmálaráðherra í Maine, vann sigur fyrir demókrata þar.Marsha Blackburn lék á als oddi á kosningavöku í gær. Hún er fyrsta konan sem kosin er til öldungadeildarinnar í Tennessee.Vísir/Getty Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mexíkó Sómalía Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Dalurinn veikist Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. 7. nóvember 2018 10:31 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Frumbyggjar, múslimakonur og hinsegin fólk voru á meðal þeirra sem brutu blað í þingkosningunum í Bandaríkjunum í gær. Konur unnu einnig á þó að enn halli verulega á þær í báðum deildum Bandaríkjaþings. Úrslit voru víða söguleg í bandarísku þing- og ríkisstjórakosningunum sem fóru fram í gær. Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en repúblikanar héldu velli í öldungadeildinni og bættu við sig sætum þar. New York Times og Washington Post hafa tekið saman lista yfir nokkra frambjóðendur sem náðu kjöri fyrir flokkana sem eru brautryðjendur þjóðfélagshópa sem hafa fram að þessu ekki átt sér marga ef nokkra fulltrúa í æðstu embættum landsins eða fyrir hönd ríkja sinna. Sharice Davids og Debra Haaland, tvær konur sem buðu sig fram fyrir hönd Demókrataflokksins, deila þeim heiðri að vera fyrstu frumbyggjakonurnar til þess að ná kjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Davids, sem er frá Kansas, er jafnframt fyrsta samkynhneigða konan sem nær kjöri fyrir ríkið. Í kosningabaráttunni bar Haaland, frá Nýju-Mexíkó, umdeildan aðskilnað fjölskyldna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó meðal annars saman við það þegar börn frumbyggja Norður-Ameríku voru skilin frá foreldrum sínum. Tvær múslimakonur náðu einnig kjöri til fulltrúadeildarinnar í fyrsta skipti, þær Ilhan Omar, demókrati frá Minnesóta, og Rashida Tlaib, demókrati frá Michigan. Omar er fyrsti Bandaríkjamaðurinn af sómölskum ættum sem er kosinn á þing en Tlaib er af palestínskum ættum. Í Colorado varð Jared Polis fyrsti opinskátt samkynhneigði karlmaðurinn til þess að ná kjöri sem ríkisstjóri í Bandaríkjunum þegar hann hrósaði sigri í nótt. Hann kemur einnig úr röðum Demókrataflokksins.Ilham Omar á rætur sínar að rekja til Sómalíu. Hún varð fyrsta múslimakonan til að vinna sæti í fulltrúadeildinni ásamt Rashidu Tlaib í Michigan.Vísir/GettyKonur réttu hlut sinn en enn aðeins innan við fjórðungur þingmanna Lengi hefur hallað á konur í bandarískum stjórnmálum. Konur unnu þó verulega á í kosningunum til fulltrúadeildarinnar og er nú útlit fyrir að hundrað þeirra sitji á þingi á næsta kjörtímabili. Þær hafa þá aldrei verið fleiri. Þær eru engu að síður í minnihluta í fulltrúadeildinni þar sem 435 þingmenn eiga sæti. Alexandria Ocasio-Cortez varð yngsta konan til að ná kjöri til fulltrúadeildarinnar. Hún er 29 ára gömul og tilheyrir vinstri armi Demókrataflokksins. Hún velti sitjandi þingmanni flokksins í 14. kjördæmi New York óvænt úr stóli í forvali í sumar. Hún hefur aldrei gegnt embætti sem kjörinn fulltrúi áður. Þá kusu Texasbúar sér konur af rómönsk-amerískum ættum á þing í fyrsta skipti. Þær Veronica Escobar og Sylvia Garcia náðu báðar kjöri í einu stærsta ríki Bandaríkjanna þar sem nærri því 40% íbúa er af spænskum eða rómansk-amerískum ættum. Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, varð fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar í Tennessee. Hún er einarður andstæðingur fóstureyðinga og er harður stuðningsmaður Donalds Trump forseta. Konur komust einnig í ríkisstjórasetrið í nokkrum ríkjum í fyrsta skipti í gær. Kristi Noem, þingkona repúblikana, náði kjöri sem ríkisstjóri Suður-Dakóta og Janet Mills, dómsmálaráðherra í Maine, vann sigur fyrir demókrata þar.Marsha Blackburn lék á als oddi á kosningavöku í gær. Hún er fyrsta konan sem kosin er til öldungadeildarinnar í Tennessee.Vísir/Getty
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mexíkó Sómalía Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Dalurinn veikist Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. 7. nóvember 2018 10:31 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36