Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið áberandi í kosningabaráttunni og sést hér á kosningafundi á dögunum. vísir/epa Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag. Fjölmargir kjósa til öldungadeildar þingsins, allir til fulltrúadeildar, einhverjir til ríkisstjóra. Að auki er kosið um stöður innan hvers ríkis, þing og embætti, og þá eru ýmis mál á kjörseðlinum í hverju ríki fyrir sig. Mestur áhugi er á kosningum til beggja deilda bandaríska þingsins sem og á nokkrum ríkisstjórastólum. Staðan þar til næstu tveggja ára gæti haft mikil áhrif á þennan síðari hluta kjörtímabils Donalds Trump forseta og er afar mikið í húfi. Frambjóðendur beggja flokka hafa fullyrt að um sé að ræða „mikilvægustu miðkjörtímabilskosningar í langan tíma“. Einblínt verður á þær kosningar á næturvakt á Fréttablaðið.is í nótt. Kjörstöðum verður lokað víða á miðnætti og má vænta úrslita upp úr því. Kosningabaráttan hefur verið hörð og ekki er hægt að segja að hún hafi markast af einu ákveðnu máli. Á lokasprettinum nú hafa Repúblikanar einna helst einbeitt sér að efnahagsmálum enda fer störfum fjölgandi og atvinnuleysi mælist undir fjórum prósentum. Langt er síðan staðan þar hefur verið betri. Þá hefur Trump flakkað um landið og farið mikinn í umræðu um flóttamannalestina sem gengur nú yfir Mexíkó í átt að Bandaríkjunum. Demókratar hafa margir hverjir einblínt á heilbrigðismál og andstöðu við hinn umdeilda forseta. Ýmsir skýrendur, til að mynda á fréttavefnum Politico, hafa haldið því fram að Demókratar nýti nú miðkjörtímabilskosningarnar til þess að finna bestu leiðina til þess að hafa Hvíta húsið af Trump árið 2020. Innan flokksins sé rætt um hvort betra sé að höfða til miðjunnar eða að fylgja þeirri þróun sem hefur orðið undanfarin ár að sækja lengra út á vænginn með því að stefna að aukinni ríkisvæðingu í heilbrigðismálum og því að ákæra Trump til embættismissis. Ljóst er, sama hvor stefnan er valin, að Demókratar munu geta hindrað störf Trumps forseta verulega, nái þeir meirihluta í að minnsta kosti annarri deild þingsins. Og útlit er fyrir það. Samkvæmt spálíkani tölfræðifréttavefsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannana, fjáröflunar, sögunnar og annarra þátta, eru 87,5 prósenta líkur á því að Demókratar taki fulltrúadeildina. Ástæðuna má til að mynda rekja til þess að meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur forsetanum og til þess að metfjöldi Repúblikana er nú að hætta á þingi og sæti þeirra því viðkvæmari. Samkvæmt FiveThirtyEight hallast rétt rúmur meirihluti þingsætanna 435 að Demókrötum og afar mjótt er á munum hvað snertir 18 í viðbót. Allt aðra sögu er að segja með öldungadeildina. Þar mælast, samkvæmt sömu stöðlum, 83,2 prósent líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta og eru þeir líklegri til þess að bæta við sig ef eitthvað er. Til dæmis er nærri öruggt að Repúblikanar hirði Norður-Dakóta en þar mælist Repúblikaninn með tíu prósentustiga forskot. Kortið svokallaða er óhagstætt Demókrötum en kosið er um þriðjung þeirra hundrað sæta sem eru í öldungadeildinni. Þar af þurfa Demókratar, og óháðir á þeirra bandi, að verja sæti í tíu ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum. Afar mjótt telst á munum í tveimur ríkjum en þar mælast Repúblikanar þó með forskot í könnunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag. Fjölmargir kjósa til öldungadeildar þingsins, allir til fulltrúadeildar, einhverjir til ríkisstjóra. Að auki er kosið um stöður innan hvers ríkis, þing og embætti, og þá eru ýmis mál á kjörseðlinum í hverju ríki fyrir sig. Mestur áhugi er á kosningum til beggja deilda bandaríska þingsins sem og á nokkrum ríkisstjórastólum. Staðan þar til næstu tveggja ára gæti haft mikil áhrif á þennan síðari hluta kjörtímabils Donalds Trump forseta og er afar mikið í húfi. Frambjóðendur beggja flokka hafa fullyrt að um sé að ræða „mikilvægustu miðkjörtímabilskosningar í langan tíma“. Einblínt verður á þær kosningar á næturvakt á Fréttablaðið.is í nótt. Kjörstöðum verður lokað víða á miðnætti og má vænta úrslita upp úr því. Kosningabaráttan hefur verið hörð og ekki er hægt að segja að hún hafi markast af einu ákveðnu máli. Á lokasprettinum nú hafa Repúblikanar einna helst einbeitt sér að efnahagsmálum enda fer störfum fjölgandi og atvinnuleysi mælist undir fjórum prósentum. Langt er síðan staðan þar hefur verið betri. Þá hefur Trump flakkað um landið og farið mikinn í umræðu um flóttamannalestina sem gengur nú yfir Mexíkó í átt að Bandaríkjunum. Demókratar hafa margir hverjir einblínt á heilbrigðismál og andstöðu við hinn umdeilda forseta. Ýmsir skýrendur, til að mynda á fréttavefnum Politico, hafa haldið því fram að Demókratar nýti nú miðkjörtímabilskosningarnar til þess að finna bestu leiðina til þess að hafa Hvíta húsið af Trump árið 2020. Innan flokksins sé rætt um hvort betra sé að höfða til miðjunnar eða að fylgja þeirri þróun sem hefur orðið undanfarin ár að sækja lengra út á vænginn með því að stefna að aukinni ríkisvæðingu í heilbrigðismálum og því að ákæra Trump til embættismissis. Ljóst er, sama hvor stefnan er valin, að Demókratar munu geta hindrað störf Trumps forseta verulega, nái þeir meirihluta í að minnsta kosti annarri deild þingsins. Og útlit er fyrir það. Samkvæmt spálíkani tölfræðifréttavefsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannana, fjáröflunar, sögunnar og annarra þátta, eru 87,5 prósenta líkur á því að Demókratar taki fulltrúadeildina. Ástæðuna má til að mynda rekja til þess að meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur forsetanum og til þess að metfjöldi Repúblikana er nú að hætta á þingi og sæti þeirra því viðkvæmari. Samkvæmt FiveThirtyEight hallast rétt rúmur meirihluti þingsætanna 435 að Demókrötum og afar mjótt er á munum hvað snertir 18 í viðbót. Allt aðra sögu er að segja með öldungadeildina. Þar mælast, samkvæmt sömu stöðlum, 83,2 prósent líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta og eru þeir líklegri til þess að bæta við sig ef eitthvað er. Til dæmis er nærri öruggt að Repúblikanar hirði Norður-Dakóta en þar mælist Repúblikaninn með tíu prósentustiga forskot. Kortið svokallaða er óhagstætt Demókrötum en kosið er um þriðjung þeirra hundrað sæta sem eru í öldungadeildinni. Þar af þurfa Demókratar, og óháðir á þeirra bandi, að verja sæti í tíu ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum. Afar mjótt telst á munum í tveimur ríkjum en þar mælast Repúblikanar þó með forskot í könnunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30
Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30
Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15