Innlent

Ákærður fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA
Karlmaður sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu. Brotin áttu sér stað yfir um tveggja ára tímabil að því er segir í ákæru. Stúlkan var á grunnskólaaldri þegar meint brot áttu sér stað fyrir þremur til fimm árum.

Manninum er gefið að sök að hafa í krafti yfirburðarstöðu sinnar gagnvart stúlkunni vegna aldurs, reynslu og að hún lagði traust á hann vegna tengsla á sameiginlegu heimili í Reykjavík ítrekað áreitt stúlkuna kynferðislega. Snerti hann ítrekað kynfæri hennar og brjóst.

Í eitt skipti er maðurinn sakaður um að hafa snert kynfæri og brjóst innan klæða og haft við hana önnur mök en kynferðismörk. Brotin varða fangelsi allt að sextán árum.

Þá er farið fram á að maðurinn greiði stúlkunni þrjár milljónir króna auk vaxta í bætur. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×