Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.
CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX
— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018
Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.
CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts.
— CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018
Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.
Fréttin hefur verið uppfærð