Bylting étur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Það er ótrúlegt að fylgjast með verkalýðshreyfingunni. Munnsöfnuðurinn er þannig að venjulegu fólki svelgist á, ítrekað. Það er eins og nýja forystan ætli alls ekki að láta það spyrjast um sig að hún lúti einhverjum siðalögmálum þreyttrar borgarastéttar. Í byltingu er allt leyfilegt, öllu skal kollvarpað og engin ástæða til að binda sig við úrkynjaða siði eins og almenna kurteisi. Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar. Kröfur nýju forystunnar eru þannig að hún treystir sér ekki í að reikna kostnaðinn af þeim. Þegar bent er á að við höfum áratuga reynslu af því að krónutöluhækkanir breytast í prósentuhækkanir sem hlaupa upp allan launastigann með tilheyrandi verðbólgu, hækkun lána og kaupmáttarrýrnun, þá er gripið til fúkyrða. Einhver fréttamaður ætti að spyrja t.d. ljósmæður hvort þær myndu sætta sig við það að menntun þeirra verði nánast í engu metin til launa? Þær munu auðvitað krefjast sambærilegrar hækkunar. En hverjir tapa á verðbólgu? Það er ekki ríka fólkið sem á húsin sín skuldlaust og býr að eignum sem hækka í verði með verðbólgunni. En fólkið sem skuldar verðtryggt í húsunum sínum, ver stórum hluta tekna sinna til kaupa á nauðsynjavarningi og vinnur á töxtum, það er fólkið sem tapar mestu í verðbólgu. Það er fólkið í verkalýðshreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að fylgjast með verkalýðshreyfingunni. Munnsöfnuðurinn er þannig að venjulegu fólki svelgist á, ítrekað. Það er eins og nýja forystan ætli alls ekki að láta það spyrjast um sig að hún lúti einhverjum siðalögmálum þreyttrar borgarastéttar. Í byltingu er allt leyfilegt, öllu skal kollvarpað og engin ástæða til að binda sig við úrkynjaða siði eins og almenna kurteisi. Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar. Kröfur nýju forystunnar eru þannig að hún treystir sér ekki í að reikna kostnaðinn af þeim. Þegar bent er á að við höfum áratuga reynslu af því að krónutöluhækkanir breytast í prósentuhækkanir sem hlaupa upp allan launastigann með tilheyrandi verðbólgu, hækkun lána og kaupmáttarrýrnun, þá er gripið til fúkyrða. Einhver fréttamaður ætti að spyrja t.d. ljósmæður hvort þær myndu sætta sig við það að menntun þeirra verði nánast í engu metin til launa? Þær munu auðvitað krefjast sambærilegrar hækkunar. En hverjir tapa á verðbólgu? Það er ekki ríka fólkið sem á húsin sín skuldlaust og býr að eignum sem hækka í verði með verðbólgunni. En fólkið sem skuldar verðtryggt í húsunum sínum, ver stórum hluta tekna sinna til kaupa á nauðsynjavarningi og vinnur á töxtum, það er fólkið sem tapar mestu í verðbólgu. Það er fólkið í verkalýðshreyfingunni.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar