Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. Um þetta tilkynntu mennirnir tveir á blaðamannafundi í gær við mikla hrifningu stuðningsmanna Bolsonaros en litla hrifningu stuðningsmanna Verkamannaflokksins.
Moro er maðurinn sem sakfelldi Lula da Silva, fyrrverandi forseta, fyrir hönd Verkamannaflokksins, fyrir mútuþægni og peningaþvætti og kom þannig í veg fyrir að da Silva gæti boðið sig fram gegn Bolsonaro fyrr á árinu. Á þeim tíma mældist da Silva vinsælastur í skoðanakönnunum.
„Alríkisdómarinn Sergio Moro samþykkti boð okkar um að stýra dómsmálaráðuneytinu. Afstaða hans gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi sem og virðing hans fyrir landslögum og stjórnarskránni mun verða okkur leiðarljós,“ tísti Bolsonaro.

