Trump í hart við aðmírál sem stýrði aðgerðinni gegn bin Laden Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 22:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð og hefur forsetinn enn einu sinni verið sakaður um vanvirðingu gagnvart hermönnum. McRaven hefur ítrekað gagnrýnt Trump og þá meðal annars í grein í Washington Post í sumar. Meðal þess sem McRaven hefur gagnrýnt Trump fyrir er hegðun hans og skortur á leiðtogahæfileikum. Hann hefur sagt Trump hafa smánað Bandaríkin og valdið auknum deilum meðal þjóðarinnar. Þá sagði hann nýverið að það hvernig Trump ræddi um fjölmiðla væri gífurleg ógn við lýðræði Bandaríkjanna.McRaven var yfir flokki sérsveitarmanna, svokallaðra Navy SEALS, sem felldu bin Laden í Pakistan árið 2011. Trump var í viðtali við Fox sem birt var í dag og þar var hann spurður út í gagnrýni McRaven. Hann sagði að McRaven væri aðdáandi Hillary Clinton og hefði stutt Barack Obama. Þá gaf hann í skyn að hann hefði átt að finna bin Laden fyrr. „Hefði það ekki verið indælt ef við hefðum náð Osama bin Laden mun fyrr, hefði það ekki verið indælt?“ sagði Trump. Sérsveitarmennirnir og McRaven komu þó ekki að því að finna bin Laden. Það var hlutverk leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.Trump on retired Navy SEAL Adm. Bill McRaven, who has called the president's attacks on the press "the greatest threat to democracy." "He's a Hillary Clinton backer and an Obama backer. And frankly, wouldn't it have been nice if we got Osama bin Laden a lot sooner than that?" pic.twitter.com/tXsZHjJzaA — Axios (@axios) November 18, 2018 Það er vert að taka fram að McRaven lýsti aldrei yfir stuðningi við Hillary Clinton og fjölmargir sem hafa komið honum til varnar segja hann sjaldan sem aldrei hafa tjáð sig opinberlega um stjórnmál. Í yfirlýsingu til CNN segir McRaven að hann hafi ekki stutt Clinton né annan stjórnmálamann. Þá segist hann vera aðdáandi Barack Obama og George W. Bush. Hann hafi unnið fyrir þá báða. McRaven segir einnig að hann dái alla forseta sem haldi uppi heiðri embættisins og noti það til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann segir enn fremur að hann standi við ummæli sín um að viðhorf Trump gagnvart fjölmiðlum sé ógn við lýðræðið. „Þegar þú grefur undan rétti fólks til frjálsra fjölmiðla og málfrelsis, ertu að ógna stjórnarskránni og öllu því sem hún stendur fyrir.“Via @jaketapper, Ret. Admiral William McRaven's response to Trump: "I stand by my comment that the President's attack on the media is the greatest threat to our democracy in my lifetime." pic.twitter.com/iubTvPEdwp — Brian Stelter (@brianstelter) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Pakistan Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð og hefur forsetinn enn einu sinni verið sakaður um vanvirðingu gagnvart hermönnum. McRaven hefur ítrekað gagnrýnt Trump og þá meðal annars í grein í Washington Post í sumar. Meðal þess sem McRaven hefur gagnrýnt Trump fyrir er hegðun hans og skortur á leiðtogahæfileikum. Hann hefur sagt Trump hafa smánað Bandaríkin og valdið auknum deilum meðal þjóðarinnar. Þá sagði hann nýverið að það hvernig Trump ræddi um fjölmiðla væri gífurleg ógn við lýðræði Bandaríkjanna.McRaven var yfir flokki sérsveitarmanna, svokallaðra Navy SEALS, sem felldu bin Laden í Pakistan árið 2011. Trump var í viðtali við Fox sem birt var í dag og þar var hann spurður út í gagnrýni McRaven. Hann sagði að McRaven væri aðdáandi Hillary Clinton og hefði stutt Barack Obama. Þá gaf hann í skyn að hann hefði átt að finna bin Laden fyrr. „Hefði það ekki verið indælt ef við hefðum náð Osama bin Laden mun fyrr, hefði það ekki verið indælt?“ sagði Trump. Sérsveitarmennirnir og McRaven komu þó ekki að því að finna bin Laden. Það var hlutverk leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.Trump on retired Navy SEAL Adm. Bill McRaven, who has called the president's attacks on the press "the greatest threat to democracy." "He's a Hillary Clinton backer and an Obama backer. And frankly, wouldn't it have been nice if we got Osama bin Laden a lot sooner than that?" pic.twitter.com/tXsZHjJzaA — Axios (@axios) November 18, 2018 Það er vert að taka fram að McRaven lýsti aldrei yfir stuðningi við Hillary Clinton og fjölmargir sem hafa komið honum til varnar segja hann sjaldan sem aldrei hafa tjáð sig opinberlega um stjórnmál. Í yfirlýsingu til CNN segir McRaven að hann hafi ekki stutt Clinton né annan stjórnmálamann. Þá segist hann vera aðdáandi Barack Obama og George W. Bush. Hann hafi unnið fyrir þá báða. McRaven segir einnig að hann dái alla forseta sem haldi uppi heiðri embættisins og noti það til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann segir enn fremur að hann standi við ummæli sín um að viðhorf Trump gagnvart fjölmiðlum sé ógn við lýðræðið. „Þegar þú grefur undan rétti fólks til frjálsra fjölmiðla og málfrelsis, ertu að ógna stjórnarskránni og öllu því sem hún stendur fyrir.“Via @jaketapper, Ret. Admiral William McRaven's response to Trump: "I stand by my comment that the President's attack on the media is the greatest threat to our democracy in my lifetime." pic.twitter.com/iubTvPEdwp — Brian Stelter (@brianstelter) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira