Repúblikaninn og ríkisstjórinn Rick Scott virðist hafa tryggt sér annað af ölungadeildarsætum Flórída í naumri kosningu eftir að öll atkvæðin hafa verið talin aftur. Öldungadeildarþingmaðurinn núverandi, Bill Nelson, hefur viðurkennt ósigur þó opinber niðurstaða fáist ekki fyrr en á þriðjudaginn. Þó benda bráðabirgðaniðurstöður til að Scott hafi fengið tíu þúsund fleiri atkvæði en Nelson, af um átta milljónum atkvæða í heildina.
Áður en endurtalningin fór fram var forskot Scott um tólf þúsund atkvæði.
Hinn 76 ára gamli Nelson hefur setið á þingi í næstum því 40 ár. Þar af á öldungadeildinni frá 2000. Fjölmiðlar ytra segja líklegast að pólitískum ferli Nelson sé nú að öllum líkindum lokið.
Andrew Gillum, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra, viðurkenndi ósigur gegn Ron DeSantis í gær.
Samkvæmt Politico er nú einungis einn kjörinn embættismaður í Flórída Demókrati. Það mun vera Nikki Fried, sem er yfirmaður landbúnaðarmála í ríkinu. Í þeirri kosningu þurfti að telja atkvæðin þrisvar sinnum og vann hún með einungis 6.700 fleiri atkvæði en mótframbjóðandi sinn.
Repúblikani tryggir sér nauma kosningu í Flórída

Tengdar fréttir

Þurfa að handtelja öll atkvæðin í Flórida
Afar mjótt er á munum milli Demókratans Bill Nelson, sem sóttist eftir endurkjöri, og andstæðings hans, Repúblikanans og ríkisstjórans Rick Scott.

Segir fólk klæðast dulargervum til að kjósa ólöglega
Frestur til endurtalningar á atkvæðum í ríkinu rennur út í dag.

Atkvæði verða talin aftur á Flórída undir svikabrigslum forsetans
Innan við prósentustigi munar á frambjóðendum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída sem fóru fram á þriðjudag.

Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída
Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur.