Kappið og fegurðin Þórlindur Kjartansson skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Ég átti einu sinni samtal við mann um mann. Og sá hafði ekki margt um þann náunga að segja, enda taldi hann ekki þurfa margra orða við. Náunginn hafði gert út um orðspor sitt í huga mannsins á einu augabragði fyrir margt löngu síðan. Og hver var hinn ófyrirgefanlegi glæpur náungans? Þjófnaður, ofbeldi, rán eða morð? Nei. Ekkert slíkt. „Hann var tekinn með maðk,“ sagði maðurinn um náungann og þar með þurfti ekki frekar að velta fyrir sér kostum hans eða eðli. Hann var einfaldlega afskrifaður.Æran við árbakkann Það að virða ekki settar reglur í laxveiði er litið grafalvarlegum augum af þeim sem hafa áhuga á því sporti. Það getur nefnilega sagt svo mikla sögu ef einstaklingi er svo ómögulegt að sætta sig við ill aflabrögð að hann grípi til þess óyndisúrræðis að laumast til þess að setja stórvirkari veiðifæri en leyfð eru út í ána. Þannig eykur hann vissulega mjög sínar eigin líkur á því að landa fiski, en um leið eyðileggur fyrir öllum hinum sem fara að reglunum. Það er kannski leiðinlegt að snúa fisklaus úr rándýrri veiðiferð; en þó skárra en að skilja æruna eftir við árbakkann. Í ýmsum sakleysislegum leikjum okkar leggjum við ofurkapp á að allir virði reglurnar umfram sinn eigin árangur. Það nennir enginn að spila á spil við þann sem verður uppvís að því að svindla. Sá sem skrifar viljandi niður rangt skor í golfi mun ekki þykja eftirsóknarverður félagi—og ýmsum þykir það eflaust til marks um djúpt óöryggi að geta ekki horfst í augu við sannleikann um árangur sinn í saklausum leik. Og þau hvatningarorð eru höfð eftir Sr. Friðrki, stofnanda Vals og Hauka, að kappið megi ekki bera fegurðina ofurliði. Sem sagt—það er mikill sannleikur í því að meiru skipti að spila leikinn vel heldur en að sigra með öllum tiltækum ráðum.Réttlæti og jafnræði Þegar tveir aðilar keppa þá vitum við líka að það er ekki skemmtilegt ef annar aðilinn vinnur alltaf. Einhverjar rannsóknir munu hafa sýnt fram á að slakari aðilinn þurfi að sigra í um það bil 30% tilvika til þess að hann nenni að halda áfram að keppa. Þess vegna er það góð hugmynd að sníða reglurnar stundum þannig að þær auki sigurlíkur þeirra sem standa hallari fæti. Í golfi er skráð forgjöf, þannig að allir eru í raun að keppa við sjálfa sig; þegar tveir einstaklingar vilja tefla skák en mikill getumunur er á þeim þá er alþekkt að sá sterkari fjarlægi nokkra menn úr sínu liði áður en leikur hefst, og þar fram eftir götunum. Íþróttaliðum er skipt í aldursflokka og deildir eftir landsvæðum og styrkleika því markmið íþróttanna er ekki endilega að finna einn alheims sigurvegara; heldur einmitt að sem flestir geti notið keppninnar og jafnvel fagnað sigri stundum. Allir leikir þurfa þess vegna að innihalda bæði réttlæti og jafnræði til þess að gaman sé að taka þátt í þeim eða horfa á þá. Sá sem svindlar eða níðist á veikari andstæðingi telst því ekki vera sniðugur eða klár—heldur er honum réttilega álasað fyrir að láta kapp sitt bera fegurðina ofurliði. Þannig kapp eyðileggur leikinn fyrir öllum hinum. Þetta á við jafnvel þótt allir stórsigrarnir séu verðskuldaðir og ekkert rangt sé haft við.Svindlað í skjóli marmara Þessi sjónarmið eru svo djúpstæð í mannlegri tilveru að þau eiga alls staðar við. Ef samfélagsskipanin okkar skilar ítrekað þeirri niðurstöðu að tilteknir hópar hafa miklu meira upp úr krafsinu heldur en aðrir—þá er hætt við að þeim sem verða undir finnist smám saman eins og kerfið sé hvorki réttlátt né sanngjarnt. Og miðað við stöðuna í dag þá er ekki annað hægt að segja en að þeir hafi algjörlega rétt fyrir sér. Þótt það sé slæmt og leiðinlegt þegar sömu aðilar sigra alltaf þá er hálfu verra ef reglur leiksins sjálfs eru ósanngjarnar eða ef hinir svokölluðu sigurvegarar ná árangri sínum með svindli. Þetta er þó því miður staða sem allir unnendur frjáls markaðshagkerfis (eins og sá sem þetta skrifar) þurfa að velta fyrir sér. Dæmin um svindl eru mýmörg; til dæmis um stórfellt peningaþvætti marmaralagðra og virðulegra stofnana á borð við Deutsche Bank og Danske Bank; og nýlegum upplýsingum um að bankar í Evrópu hafi stolið að minnsta kosti 50 milljörðum evra af skattgreiðendum með því að beita frumlegum kokteilum af misnotkun, falsi og svindli.Bognar leikreglur Fyrir utan hreint og klárt svindl, sem virðist skila miklum gróða í efstu lögum alþjóðlega fjármálakerfisins, þá verða þeir sem trúa á frjálsan markað að horfast í augu við að jafnvel innan leikreglnanna sýnist sitthvað vera býsna bogið. Er það til dæmis ásættanlegt að yfirburðafólk, sem getur valið milli þess að nýta hæfileika sína til að gera eitthvað gagnlegt—eins og til dæmis að lækna sjúkdóma—eða eitthvað fullkomlega gagnlaust—eins og beita háþróaðri stærðfræði til þess að spá fyrir um verð hlutabréfa í tískufyrirtækjum—hefur margfalt meira upp úr því síðarnefnda en hinu fyrrnefnda? Það er vissulega miklu einfaldara að setja reglur um laxveiði heldur en allt samfélagið. En það sama gildir um þá sem nýta sér ólögleg veiðarfæri til þess að öðlast ríkidæmi—þeir bjóða heim hættu á því að stuðningur molni undan því þjóðskipulagi sem hefur skilað langsamlega mestum og bestum lífskjörum í gervallri sögu mannkynsins. Þeir sem raunverulega hafa trú á því að markaðshagkerfið sé þess virði að verja það þurfa því að beina athygli sinni ekki síður að því hvernig rétt sé að treysta tilverugrundvöll þess heldur en því hvernig þeir geti sjálfir fengið sem mest út úr því. Græðgi er ekki góð. Þeir sem starfa með græðgina eina að leiðarljósi hafa fyrir löngu látið kappið bera fegurðina algjöru ofurliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég átti einu sinni samtal við mann um mann. Og sá hafði ekki margt um þann náunga að segja, enda taldi hann ekki þurfa margra orða við. Náunginn hafði gert út um orðspor sitt í huga mannsins á einu augabragði fyrir margt löngu síðan. Og hver var hinn ófyrirgefanlegi glæpur náungans? Þjófnaður, ofbeldi, rán eða morð? Nei. Ekkert slíkt. „Hann var tekinn með maðk,“ sagði maðurinn um náungann og þar með þurfti ekki frekar að velta fyrir sér kostum hans eða eðli. Hann var einfaldlega afskrifaður.Æran við árbakkann Það að virða ekki settar reglur í laxveiði er litið grafalvarlegum augum af þeim sem hafa áhuga á því sporti. Það getur nefnilega sagt svo mikla sögu ef einstaklingi er svo ómögulegt að sætta sig við ill aflabrögð að hann grípi til þess óyndisúrræðis að laumast til þess að setja stórvirkari veiðifæri en leyfð eru út í ána. Þannig eykur hann vissulega mjög sínar eigin líkur á því að landa fiski, en um leið eyðileggur fyrir öllum hinum sem fara að reglunum. Það er kannski leiðinlegt að snúa fisklaus úr rándýrri veiðiferð; en þó skárra en að skilja æruna eftir við árbakkann. Í ýmsum sakleysislegum leikjum okkar leggjum við ofurkapp á að allir virði reglurnar umfram sinn eigin árangur. Það nennir enginn að spila á spil við þann sem verður uppvís að því að svindla. Sá sem skrifar viljandi niður rangt skor í golfi mun ekki þykja eftirsóknarverður félagi—og ýmsum þykir það eflaust til marks um djúpt óöryggi að geta ekki horfst í augu við sannleikann um árangur sinn í saklausum leik. Og þau hvatningarorð eru höfð eftir Sr. Friðrki, stofnanda Vals og Hauka, að kappið megi ekki bera fegurðina ofurliði. Sem sagt—það er mikill sannleikur í því að meiru skipti að spila leikinn vel heldur en að sigra með öllum tiltækum ráðum.Réttlæti og jafnræði Þegar tveir aðilar keppa þá vitum við líka að það er ekki skemmtilegt ef annar aðilinn vinnur alltaf. Einhverjar rannsóknir munu hafa sýnt fram á að slakari aðilinn þurfi að sigra í um það bil 30% tilvika til þess að hann nenni að halda áfram að keppa. Þess vegna er það góð hugmynd að sníða reglurnar stundum þannig að þær auki sigurlíkur þeirra sem standa hallari fæti. Í golfi er skráð forgjöf, þannig að allir eru í raun að keppa við sjálfa sig; þegar tveir einstaklingar vilja tefla skák en mikill getumunur er á þeim þá er alþekkt að sá sterkari fjarlægi nokkra menn úr sínu liði áður en leikur hefst, og þar fram eftir götunum. Íþróttaliðum er skipt í aldursflokka og deildir eftir landsvæðum og styrkleika því markmið íþróttanna er ekki endilega að finna einn alheims sigurvegara; heldur einmitt að sem flestir geti notið keppninnar og jafnvel fagnað sigri stundum. Allir leikir þurfa þess vegna að innihalda bæði réttlæti og jafnræði til þess að gaman sé að taka þátt í þeim eða horfa á þá. Sá sem svindlar eða níðist á veikari andstæðingi telst því ekki vera sniðugur eða klár—heldur er honum réttilega álasað fyrir að láta kapp sitt bera fegurðina ofurliði. Þannig kapp eyðileggur leikinn fyrir öllum hinum. Þetta á við jafnvel þótt allir stórsigrarnir séu verðskuldaðir og ekkert rangt sé haft við.Svindlað í skjóli marmara Þessi sjónarmið eru svo djúpstæð í mannlegri tilveru að þau eiga alls staðar við. Ef samfélagsskipanin okkar skilar ítrekað þeirri niðurstöðu að tilteknir hópar hafa miklu meira upp úr krafsinu heldur en aðrir—þá er hætt við að þeim sem verða undir finnist smám saman eins og kerfið sé hvorki réttlátt né sanngjarnt. Og miðað við stöðuna í dag þá er ekki annað hægt að segja en að þeir hafi algjörlega rétt fyrir sér. Þótt það sé slæmt og leiðinlegt þegar sömu aðilar sigra alltaf þá er hálfu verra ef reglur leiksins sjálfs eru ósanngjarnar eða ef hinir svokölluðu sigurvegarar ná árangri sínum með svindli. Þetta er þó því miður staða sem allir unnendur frjáls markaðshagkerfis (eins og sá sem þetta skrifar) þurfa að velta fyrir sér. Dæmin um svindl eru mýmörg; til dæmis um stórfellt peningaþvætti marmaralagðra og virðulegra stofnana á borð við Deutsche Bank og Danske Bank; og nýlegum upplýsingum um að bankar í Evrópu hafi stolið að minnsta kosti 50 milljörðum evra af skattgreiðendum með því að beita frumlegum kokteilum af misnotkun, falsi og svindli.Bognar leikreglur Fyrir utan hreint og klárt svindl, sem virðist skila miklum gróða í efstu lögum alþjóðlega fjármálakerfisins, þá verða þeir sem trúa á frjálsan markað að horfast í augu við að jafnvel innan leikreglnanna sýnist sitthvað vera býsna bogið. Er það til dæmis ásættanlegt að yfirburðafólk, sem getur valið milli þess að nýta hæfileika sína til að gera eitthvað gagnlegt—eins og til dæmis að lækna sjúkdóma—eða eitthvað fullkomlega gagnlaust—eins og beita háþróaðri stærðfræði til þess að spá fyrir um verð hlutabréfa í tískufyrirtækjum—hefur margfalt meira upp úr því síðarnefnda en hinu fyrrnefnda? Það er vissulega miklu einfaldara að setja reglur um laxveiði heldur en allt samfélagið. En það sama gildir um þá sem nýta sér ólögleg veiðarfæri til þess að öðlast ríkidæmi—þeir bjóða heim hættu á því að stuðningur molni undan því þjóðskipulagi sem hefur skilað langsamlega mestum og bestum lífskjörum í gervallri sögu mannkynsins. Þeir sem raunverulega hafa trú á því að markaðshagkerfið sé þess virði að verja það þurfa því að beina athygli sinni ekki síður að því hvernig rétt sé að treysta tilverugrundvöll þess heldur en því hvernig þeir geti sjálfir fengið sem mest út úr því. Græðgi er ekki góð. Þeir sem starfa með græðgina eina að leiðarljósi hafa fyrir löngu látið kappið bera fegurðina algjöru ofurliði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun