Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Samfylkingarfólk kynnir breytingatillögur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak. Það er skorið niður hjá þeim hópum sem ekki nutu góðærisins og hefði þurft að verja,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur meirihlutans. Hann segir hugmyndir stjórnarflokkanna óásættanlegar og stríða gegn siðferðiskennd sinni. Samfylkingin hefur lagt fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. „Allar okkar tillögur eru fjármagnaðar, ábyrgar og koma þeim sem verst standa og millitekjufólki best,“ segir Oddný Harðardóttir þingflokksformaður. Tillögurnar gera ráð fyrir 24 milljarða auknum útgjöldum og að tekjurnar aukist um 26 milljarða. „Aðalatriðið er að við viljum að tekjuafgangur ríkissjóðs sé rúmur þannig að hægt sé að ganga á afganginn þegar að kreppir en að öryrkjar og þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda þurfi ekki að taka á sig skellinn,“ segir Oddný. Meðal tillagnanna er aukið fé til aldraðra og öryrkja, barna- og vaxtabóta auk húsnæðisstuðnings. Þá er lagt til að bætt verði í fjárveitingar til samgöngu- og heilbrigðismála auk ýmissa annarra verkefna. Samfylkingin vill fjármagna þessar tillögur með því að falla frá lækkun veiðigjalds, hækka fjármagnstekjuskatt og kolefnisgjald, setja aftur á auðlegðarskatt sem verði tekju- og eignatengdur, setja á sykurskatt og bæta eftirlit með skattundanskotum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
„Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak. Það er skorið niður hjá þeim hópum sem ekki nutu góðærisins og hefði þurft að verja,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur meirihlutans. Hann segir hugmyndir stjórnarflokkanna óásættanlegar og stríða gegn siðferðiskennd sinni. Samfylkingin hefur lagt fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. „Allar okkar tillögur eru fjármagnaðar, ábyrgar og koma þeim sem verst standa og millitekjufólki best,“ segir Oddný Harðardóttir þingflokksformaður. Tillögurnar gera ráð fyrir 24 milljarða auknum útgjöldum og að tekjurnar aukist um 26 milljarða. „Aðalatriðið er að við viljum að tekjuafgangur ríkissjóðs sé rúmur þannig að hægt sé að ganga á afganginn þegar að kreppir en að öryrkjar og þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda þurfi ekki að taka á sig skellinn,“ segir Oddný. Meðal tillagnanna er aukið fé til aldraðra og öryrkja, barna- og vaxtabóta auk húsnæðisstuðnings. Þá er lagt til að bætt verði í fjárveitingar til samgöngu- og heilbrigðismála auk ýmissa annarra verkefna. Samfylkingin vill fjármagna þessar tillögur með því að falla frá lækkun veiðigjalds, hækka fjármagnstekjuskatt og kolefnisgjald, setja aftur á auðlegðarskatt sem verði tekju- og eignatengdur, setja á sykurskatt og bæta eftirlit með skattundanskotum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira