Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 95-97 | Keflvíkingar kláruðu nýliðana á lokasprettinum Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 15. nóvember 2018 22:30 Gunnar Ólafsson kom heim úr háskólaboltanum í sumar og hefur byrjað vel með Keflavík Vísir/Daníel Keflvíkingar höfðu betur gegn nýliðum Skallagríms í 7. umferð Domino’s deildar í fjörugum leik í Fjósinu í kvöld. Suðurnesjamenn eru á blússandi siglingu og hafa nú unnið síðustu sex leiki sína. Heimamenn gerðu heiðarlega tilraun til þess stöðva Keflavíkur lestina og hefði leikurinn í kvöld hæglega getað dottið til Borgnesinga. Það mátt sjá strax á upphafsmínútunum að þeir gulklæddu ætluðu svo sannarlega að gefa sér gott færi á að vinna og byrjuðu á að skora 9 stig áður en gestirnir komust loks á blað. Hægt og rólega komu Keflvíkingar sér inn í leikinn og fór Gunnar Ólafsson fyrir sínum mönnum sóknarlega. Gestirnir leiddu með einu stigi eftir fyrsta fjórðung. Þeir bláklæddu byrjuðu mun betur í öðrum leikhluta og komust strax 9 stigum yfir. Keflvíkingar spiluðu hörku vörn og ýttu heimamönnum úr sínum sóknaraðgerðum. Skallagrímur náðu þó að hrista þetta af sér og svöruðu með góðum körfum hægt og rólega. Jafnt var með liðum þegar gengið var til klefa, 42-42. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri og skiptu liðin forystunni nokkuð jafnt á milli sín. Hart var barist undir körfunni á mátti hver leikmaður vinna vel fyrir sínu frákasti hvort sem það var varnar eða sóknar helmingi. Heimamenn leiddu með fimm stigum þegar loka fjórðungurinn fór af stað og komust þeir strax í 9 stiga forystu þegar um 9 mínútur voru eftir af leik. Michael Craion hélt lífi í sóknarleik gestanna og saxaði hægt og rólega á forskotið. Það var svo þegar um tvær og hálf mínúta lifði af leik að Hörður Axel vaknaði til lífsins og fór að raða niður stigum en það hafði lítið farið fyrir honum í sókn Keflvíkinga fram að þessu. Á einu bretti raðaði hann niður 9 stigum og kom gestunum í 10 stiga mun. Heimamenn engu að síður voru fjarri því að gefast upp og settu niður stórar körfur. Það dugði þó ekki til og sigldu Keflvíkingar sjötta sigurleiknum í höfn.Af hverju vann Keflavík leikinn? Hörður Axel á stóran þátt í því að klára leikinn fyrir sína menn. Eftir að hafa sett einungis tv0 stig niður á 37 mínútum þá raðaði hann niður 9 stigum á um einna mínútu kafla á loka mínútum og hjálpaði þannig Keflvíkingum að landa sigrinum. Skallagrímsmenn voru oft klaufar með boltann og köstuðu honum 18 sinnum frá sér og þetta nýttu Keflvíkingar sér í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Michael Craion var gífurlega góður í kvöld með 26 stig sem og Gunnar Ólafs með 20. Það voru þeir sem leiddu stigaskor sinna manna og héldu sókninni á lífi að mestum hluta. Lykilmenn eins og Guðmundur Jónsson og Hörður Axel voru ekki að finna sig sóknarlega í kvöld. Magnús Már var einnig góðir og Reggie Dupree átti fínasta leik sömuleiðis. Hjá Skallagrími var Aundre Jackson stigahæstur með 31 stig. Hann tók að auki 10 fráköst þar af 6 sóknarfráköst. Björgvin Hafþór var gríðarlega góður í kvöld og stýrði sóknarleik Skallagríms prýðilega í fjarveru Eyjólfs Ásbergs sem sat á bekk Borgnesinga meiddur. Hann náði hinni eftirsóttu þrennu, skoraði 15 stig, reif niður 10 fráköst og gaf hvorki meira né minna en 16 stoðsendingar. Matej Buovac reyndist heimamönnum einnig vel og endaði leika með 28 stig.Hvað gekk illa? Skallagrímsmenn eiga það til að hugsa illa um boltann og gerast oft kærulausir í sendingum sínum. Það er í rauninni eina sem hægt er að setja út á í leik þeirra í kvöld því skotnýtingin þeirra var virkilega góð og ekkert sem hélt þeim frá sigri. Með örlítilli heppni í kvölds hefðu stigin tvö dottið til Borgnesinga. Það vantar herslumun að Skallagrímsmenn fari að klára sína leiki.Hvað gerist næst? Skallagrímsmenn gera sér ferð í Þorlákshöfn næstkomandi fimmtudag og spila gegn Þór Þorlákshöfn á meðan Keflvíkingar heimsækja Haukana í Hafnarfirði degi síðar.Finnur Jónsson les mönnum línurnarvísir/daníelFinnur Jóns: Of mikið af töpuðum boltum Finnur var súr eftir leik en engu að síður stoltur af sínum mönnum fyrir að gefast aldrei upp. „Þeir komast í þægilegt forskot þarna í lokin og við hálfpartinn köstum þessu frá okkur með of mikið af töpuðum boltum,” segir Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms að leik loknum. Borgnesingar voru duglegir að stokka upp varnarleik sínum og flökkuðu á milli maður á mann vöru, 3-2 og 2-3 sem gerði oft gestunum erfitt fyrir. „Við ætluðum að reyna að sprengja þetta upp og koma þeim úr jafnvægi sem gekk vel á köflum en ekki allann leikinn. Svo kemur Hörður Axel og setur þrjá risa þrista og það klárar í rauninni bara leikinn,” segir Finnur að lokum. Dominos-deild karla
Keflvíkingar höfðu betur gegn nýliðum Skallagríms í 7. umferð Domino’s deildar í fjörugum leik í Fjósinu í kvöld. Suðurnesjamenn eru á blússandi siglingu og hafa nú unnið síðustu sex leiki sína. Heimamenn gerðu heiðarlega tilraun til þess stöðva Keflavíkur lestina og hefði leikurinn í kvöld hæglega getað dottið til Borgnesinga. Það mátt sjá strax á upphafsmínútunum að þeir gulklæddu ætluðu svo sannarlega að gefa sér gott færi á að vinna og byrjuðu á að skora 9 stig áður en gestirnir komust loks á blað. Hægt og rólega komu Keflvíkingar sér inn í leikinn og fór Gunnar Ólafsson fyrir sínum mönnum sóknarlega. Gestirnir leiddu með einu stigi eftir fyrsta fjórðung. Þeir bláklæddu byrjuðu mun betur í öðrum leikhluta og komust strax 9 stigum yfir. Keflvíkingar spiluðu hörku vörn og ýttu heimamönnum úr sínum sóknaraðgerðum. Skallagrímur náðu þó að hrista þetta af sér og svöruðu með góðum körfum hægt og rólega. Jafnt var með liðum þegar gengið var til klefa, 42-42. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri og skiptu liðin forystunni nokkuð jafnt á milli sín. Hart var barist undir körfunni á mátti hver leikmaður vinna vel fyrir sínu frákasti hvort sem það var varnar eða sóknar helmingi. Heimamenn leiddu með fimm stigum þegar loka fjórðungurinn fór af stað og komust þeir strax í 9 stiga forystu þegar um 9 mínútur voru eftir af leik. Michael Craion hélt lífi í sóknarleik gestanna og saxaði hægt og rólega á forskotið. Það var svo þegar um tvær og hálf mínúta lifði af leik að Hörður Axel vaknaði til lífsins og fór að raða niður stigum en það hafði lítið farið fyrir honum í sókn Keflvíkinga fram að þessu. Á einu bretti raðaði hann niður 9 stigum og kom gestunum í 10 stiga mun. Heimamenn engu að síður voru fjarri því að gefast upp og settu niður stórar körfur. Það dugði þó ekki til og sigldu Keflvíkingar sjötta sigurleiknum í höfn.Af hverju vann Keflavík leikinn? Hörður Axel á stóran þátt í því að klára leikinn fyrir sína menn. Eftir að hafa sett einungis tv0 stig niður á 37 mínútum þá raðaði hann niður 9 stigum á um einna mínútu kafla á loka mínútum og hjálpaði þannig Keflvíkingum að landa sigrinum. Skallagrímsmenn voru oft klaufar með boltann og köstuðu honum 18 sinnum frá sér og þetta nýttu Keflvíkingar sér í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Michael Craion var gífurlega góður í kvöld með 26 stig sem og Gunnar Ólafs með 20. Það voru þeir sem leiddu stigaskor sinna manna og héldu sókninni á lífi að mestum hluta. Lykilmenn eins og Guðmundur Jónsson og Hörður Axel voru ekki að finna sig sóknarlega í kvöld. Magnús Már var einnig góðir og Reggie Dupree átti fínasta leik sömuleiðis. Hjá Skallagrími var Aundre Jackson stigahæstur með 31 stig. Hann tók að auki 10 fráköst þar af 6 sóknarfráköst. Björgvin Hafþór var gríðarlega góður í kvöld og stýrði sóknarleik Skallagríms prýðilega í fjarveru Eyjólfs Ásbergs sem sat á bekk Borgnesinga meiddur. Hann náði hinni eftirsóttu þrennu, skoraði 15 stig, reif niður 10 fráköst og gaf hvorki meira né minna en 16 stoðsendingar. Matej Buovac reyndist heimamönnum einnig vel og endaði leika með 28 stig.Hvað gekk illa? Skallagrímsmenn eiga það til að hugsa illa um boltann og gerast oft kærulausir í sendingum sínum. Það er í rauninni eina sem hægt er að setja út á í leik þeirra í kvöld því skotnýtingin þeirra var virkilega góð og ekkert sem hélt þeim frá sigri. Með örlítilli heppni í kvölds hefðu stigin tvö dottið til Borgnesinga. Það vantar herslumun að Skallagrímsmenn fari að klára sína leiki.Hvað gerist næst? Skallagrímsmenn gera sér ferð í Þorlákshöfn næstkomandi fimmtudag og spila gegn Þór Þorlákshöfn á meðan Keflvíkingar heimsækja Haukana í Hafnarfirði degi síðar.Finnur Jónsson les mönnum línurnarvísir/daníelFinnur Jóns: Of mikið af töpuðum boltum Finnur var súr eftir leik en engu að síður stoltur af sínum mönnum fyrir að gefast aldrei upp. „Þeir komast í þægilegt forskot þarna í lokin og við hálfpartinn köstum þessu frá okkur með of mikið af töpuðum boltum,” segir Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms að leik loknum. Borgnesingar voru duglegir að stokka upp varnarleik sínum og flökkuðu á milli maður á mann vöru, 3-2 og 2-3 sem gerði oft gestunum erfitt fyrir. „Við ætluðum að reyna að sprengja þetta upp og koma þeim úr jafnvægi sem gekk vel á köflum en ekki allann leikinn. Svo kemur Hörður Axel og setur þrjá risa þrista og það klárar í rauninni bara leikinn,” segir Finnur að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum